Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 15 - Þann Davíðs salm / Miserere mei deus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 15 - Þann Davíðs salm / Miserere mei deus

Fyrsta ljóðlína:Að klaga mig í mitt sinni
bls.29–31
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmurinn er talinn frumortur á dönsku, Beklage af al min Sinde, og birtist í Sálmabók Claus Mortensen 1533. Uppruni sálmsins er óþekktur, en hann mun hafa verið talsvert útbreiddur á Norðurlöndum. Önnur þýðing sálmsins er í Sálmabók 1589 (nr. 227) og eins í Graduale 1594, messuupphaf á 13.–15. sunnudags eftir trinitatis, og í öllum messusöngsbókum síðan, undir heitinu, Konung Davíð sem kenndi.

Þann Davíðs salm
Miserere mei deus


1.
Að klaga mig í mitt sinni
má eg með konung Davíð,
eg kann það og svo finna,
minn Guð hann var mig reið.
Eg það vel veit
það gjörði mín synd óhreina,
og hann er sá alleina
eg styggði á marga leið.
2.
Ó, Guð, eg mig meðkenni
mjög syndugan við þig,
eg merki og svo finni
ei annað úti mig,
en vont óráð,
með líkamans begering
til verstu veraldar næring
sem mig æ svíkja má.
3.
Ó, herra, sýn mig náði,
minn Guð og skapari blíð,
mín synd vill mig forráða,
það er hennar dagligt íð.
Ó, allt mitt líð,
þína náð lát mig bívara
frá Satans falskri snöru
í þessari náðar tíð.
4.
Að þú mig ei burt kastir
með synd og vondskap minn,
þitt orð sem syndin lastir
með all sinn kraft og sinn.
Ó, vegligi Guð,
lát mig svo staðliga blífa,
að enginn kunni mig fordrífa
frá þinni makt og boð.
5.
Ó, Kristí, sem ert alleini
mitt hop og allt mitt traust,
þú ert Guðs orð það hreina
sem oss af syndum hefur leyst.
Það er og víst,
þú kannt það mig forþéna,
að eg má himeríki erfa,
mín gleði og all mín lyst.
6.
Ó, helgi and og Herra,
út af þín guðdóms makt,
kannt oss allan sannleik læra
sem Kristus hefir sagt,
allt með þinn kraft.
Meðan eg er hér elende
lær mig hann rétt að kenna
af öllum hug og akt.


Athugagreinar

2.6 begering: löngun, fýsn.
3.4 íð: verk.
4.7 fordrífa: hrekja burt.
6.6 elende: aumur, vesæll.
6.8 hug og akt: hugur og verk.