A 13 - Pater noster | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 13 - Pater noster

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð vor faðir, sem ert alltíð himnum á
bls.25–27
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Bænir

Skýringar

Sálmur þessi er bæn Drottins, Faðir vor, þýddur úr dönsku og birtist í Sálmabók Claus Mortensen 1533, O Gud vor Fader, du som est i Himmerig. Upphaflega er hér um þýskan sálm að ræða, eftir Ambrosius Moibanus, guðfræðing og siðskiptamann í Breslau (1494–1554), Ach Vater unser der du bist. Önnur þýðing þessa sálms er í Sálmabók 1589 (nr. 132) og Graduale 1994. Hélst hann síða þannig í messusöngsbókum til loka 18. aldar.

1.
Ó, Guð vor faðir, sem ert alltíð himnum á
hátt yfir oss því andliga,
viltu tilbeðinn vera, þitt heilaga nafn,
þú lát út breiðast svo vegliga,
að það sé prísað ævinliga
á jarðríki sem himni.
Þitt ríki til komi vor náðliga,
sem oss kann friðinn gefa,
og hvað þig ekki þakknæmt er
það viltu frá oss drífa,
svo vér mættum ævinliga
í þínu ríki blífa.
2.
Ó, mildi Guð, þinn vilja lát ske á jarðríki,
í allan máta það verði,
sem út í himnaríki.
Þar héðan enginn koma kann né má það fá
utan hans vilji verði svá,
samt æ og þinn til líka,
og gef oss nú vort dagligt brauð
við hvert vor sál kann lifa.
Eg meina þitt heilaga guðdóms orð,
það mættum vér heyra og prísa,
með hverju þú oss til sáluhjálpar,
þann réttan veg vilt vísa.
3.
Vorn misgjörning og alla skuld forlát oss, Herra,
hvað þú af oss kannt styg[g]ður vera
viltu með öllu upp gefa,
svo líka vér gjörum í sama máta
þeim mót oss eru,
og hversu þeir oss mjög styg[g]t hafa,
það viljum vér klárt upp gefa.
Í öngvar freistingar oss inn leið
svo vér þar í forförunst,
frá öllu vondu þú oss bívara
sem sálina kann fordrífa
og gjör oss alla saman líka
í himnaríki að blífa.


Athugagreinar

3.11 fordrífa: hrekja burt.