A 11 - Af heilagri þrenningu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 11 - Af heilagri þrenningu

Fyrsta ljóðlína:Guð vor faðir vertu oss með
bls.20–21
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmur þessi er þýðing á sálmi Lúthers, Gott der Vater, wohn uns bei. Gísli þýðir hann úr dönsku, Gud Fader, bliv du nu med os. Sálmurinn er þrjú erindi samhljóða nema upphafsorðin vísa til persóna þrenningarinnar. Önnur þýðing er í Sálmabók 1589 (nr. 106) og Graduale 1594, Guð, vor Faðir, vert þú oss hjá. Þannig er sálmurinn í öllum messusöngsbókum til 1801. Hann hefur ekki verið í íslenskum sálmabókum síðan.

1.
Guð vor faðir, vertu oss með
og lát oss ekki fordjarfast,
gef oss allar vorar syndir frí,
þá vér skulum héðan fara
frá djöfulsins svikum oss vel bívar,
vora trú í oss viltu styrkja,
á þig lát oss hana byggja,
af hjartans grund oss byggja.
Þig gefum vér oss með allri makt,
af allri kristiligri akt.
Og flýjum svo undan djöfulsins kraft,
með Guðs orði vér oss bívörum.
Amen, amen sannliga já,
svo syngjum vér allelujá.
2.
Jesús Kristus, vertu oss með
og lát oss ekki fordjarfast etc.
3.
Heilagur andi, vertu oss með
og lát oss ekki etc.


Athugagreinar

1.2 fordjarfast: glatast.
1.5 bívara: varðveita