Credo | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Credo

Fyrsta ljóðlína:Vér trúum allir saman á einn Guð,
bls.10–12
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Vér trúum allir saman á einn Guð,
skapara himins og svo jarðar,
sem oss hefur til sinna barna valið,
að hann vildi vor faðir verða:
Hann vill oss jafnan forsyrgja,
líf og sál vil[l] hann þó [.....]ta
alla ólukku í burtu drífa.
Ekkert vont skal yfir oss líða,
því hann syrgir fyrir oss
nætur og svo daga
hver er sá sem oss má gjöra skaða.
2.
Vér trúum og á Jesum Krist,
Guðs eingetinn son og vorum herra,
þann æfinliga og það er víst,
samjafn föður í guðdómligri æru,
af jungfrú Maríu fæddist mann,
það verkaði þann heilagi and,
deyddur á krossinn, helvítið hann braut,
frelsti oss svo frá allskyns nauð,
hann upp stóð og í ríkið fór,
ruddi hann oss rúm út í engla kór.
3.
Vér trúum og á þann heilagan anda,
með feður og syni einn Guð sann,
sem oss í einn kristinn samfund
saman kallar og prýðir á marga lund,
vaktar oss frá syndugri [t]íð
og í vorri neyð er hann oss blíð.
Vér skulum og allir igen uppstá
með vorum sökum fyrir dóminn gá,
ríkið skulum vér þá fá
allir saman sem Kristus hefir oss forþénað.
Amen.