Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 05 - Credo | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 05 - Credo

Fyrsta ljóðlína:Vér trúum allir saman á einn Guð,
bls.10–12
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Þetta er trúarjátningarsálmur Lúthers, Wir glauben alle an einen Gott.  Gísli Jónsson hefur tekið mið af dönskum þýðingum Claus Mortensen, 1533, og Hans Tausen, 1553. Reyndar hélt Finnur biskup Jónsson því fram að Ólafur biskup Hjaltason hafi þýtt þennan sálm og birt í sálmabók sinni.* Marteinn Einarsson hafði áður þýtt sálminn og er hann nr. 3 í Sálmakveri hans. Guðbrandur tekur þýðingu Gísla í Sálmabók sína 1589 (nr. 127)

og eins Graduale 1594, sem gæti stutt þá tilgátu að hann sé úr fórum   MEIRA ↲
1.
Vér trúum allir saman á einn Guð,
skapara himins og svo jarðar,
sem oss hefur til sinna barna valið,
að hann vildi vor faðir verða:
Hann vill oss jafnan forsyrgja,
líf og sál vil[l] hann þó bívara,
alla ólukku í burtu drífa.
Ekkert vont skal yfir oss líða,
því hann syrgir fyrir oss
nætur og svo daga,
hver er sá sem oss má gjöra skaða.
2.
Vér trúum og á Jesum Krist,
Guðs eingetinn son og vorum Herra,
þann ævinliga og það er víst,
samjafn föður í guðdómligri æru,
af jungfrú Maríu fæddist mann,
það verkaði þann heilagi and,
deyddur á krossinn, helvítið hann braut,
frelsti oss svo frá allskyns nauð,
hann upp stóð og í ríkið fór,
ruddi hann oss rúm út í engla kór.
3.
Vér trúum og á þann heilagan anda,
með feður og syni einn Guð sann,
sem oss í einn kristinn samfund
saman kallar og prýðir á marga lund,
vaktar oss frá syndugri tíð
og í vorri neyð er hann oss blíð.
Vér skulum og allir igen uppstá
með vorum sökum fyrir dóminn gá,
ríkið skulum vér þá fá
allir saman sem Kristus hefir oss forþénað.
Amen.


Athugagreinar

1.5 forsyrgja: annast, d. forsörge.
1.7 drífa: reka, hrekja, d. drive.
1.9 syrgja fyrir: annast, d forsörge.