A 01 - Veni creator spiritus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 01 - Veni creator spiritus

Fyrsta ljóðlína:Kom Guð faðir og helgi and
bls.4–5
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kom Guð faðir og helgi and

 Sálmurinn er þýðing á fornlatneskum sálmi, Veni creator spiritus, sem kenndur er við Hrabanus Maurus, þýskan erkibiskup um aldamótin 800. Sálmur þessi var fyrst þýddur á íslensku á 13. öld, „Heilags anda vísur“ (Kom nú hreinskapaðr himna, hlutvandr föðr andi) mun það vera elsta sálmaþýðing á íslenska tungu.1) Þar er þýtt undir dróttkvæðum hætti. Marteinn Lúther þýddi sálminn 1524, Gott Schöpfer, heiliger Geist. Hann var snemma þýddur á dönsku, Kom, Gud Skaber,   MEIRA ↲


1.
Kom Guð faðir og helgi and,
upplýs vor hjörtu með rétt forstand,
með þinni náð uppkveik vort sinn
svo vér megum þekkja velgjörning þinn.
2.
Þú sem kallast vor treystir mann,
þann hæsti sinn alltíð verða kann,
með andligum smyrslum smyr oss með,
að vér með þínum gáfum verðum auðgaðer.
3.
Uppkveik í oss þinn guðdóms eld
og eyðleg[g] vora eigin vild,
gef oss eitt hjarta hreint og klárt
og styrk með oss það þú hefur gjört.
4.
Þú ert sjöfaldur í gáfum hreinn,
þú ert þann hægri Guðs fingur einn,
Guðs föðurs orð þú gefir oss hart,
yfir öll lönd að predikast svo snart.
5.
Dríf frá oss nú alla djöfulsins lyst,
lær oss að kenna rétt Jesúm Krist,
og taka krossinn af hans mildri hand
sem hann gefur margfaldan í alle land.
6.
Lær oss föðurinn að kenna vel,
sem hyg[g]ur bæði fyrir líf og sál,
sinn son fyrir oss í dauðann gaf
að hann oss leysti vorum syndum af.
7.
Guð föður sé lof og hans kæra son,
sem oss forþénti þau eilífu laun,
þar til vor huggari þann heilagi and,
lof, prís og heiður í alle land.


Athugagreinar

1.2 forstand: skilningur.
2.1 treystir mann: huggari, d. tröstermand.
3.2 vild: löngun, fýsi.
4.1: sjöfaldur í gáfum: Jes. 11.2n, sjö gjafir andans, andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins. Og Gal. 5.22: Kærleikur, gleði, gæska og góðvild, trúmennska, hógværð, sjálfsstjórn.
7.2 forþéna: verðskulda, d. fortjene.