Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Umhverfið verður alveg nýtt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Umhverfið verður alveg nýtt

Fyrsta ljóðlína:Umhverfið verður alveg nýtt
Bragarháttur: Fjórar línur (aukin ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Katla Ósk varð eins árs 23. október 2020 og í tilefni þess fékk hún þessar visur frá afa sínum, Jóni Hilmari Jónssyni.

1.
Umhverfið verður alveg nýtt
í augum og huga mínum
þegar hún Katla brosir blítt
með blikið í augum sínum.
2.
Ófáar stundir erum við
eitthvað að bralla saman,
og leggjum áherslu á lögmálið:
Lítið er ungs manns gaman.
3.
Katla, hún læst vera leikstjórinn
og leiðbeinir eftir mætti.
Og ég verð ungur í annað sinn
með óskýranlegum hætti.