Langt er síðan ég langvíu sá | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Langt er síðan ég langvíu sá

Fyrsta ljóðlína:Langt er síðan eg langvíu sá
bls.233
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Ath. ekki er getið um úr hvaða hdr. þetta er tekið.
Vísur  Mag. Gísla Vigfússonar (d. 1673).
Gísli var útskrifaður úr Skálholtsskóla 1658; sigldi sama ár; var 
í Leiden 1661; skólameistari á Hólum 1664-1667; 
trúlofaðist þá Guðríði dóttur síra Gunnars Björnssonar 
á Hofi á Höfðaströnd; sigldi 1668, og varð magister. 
Kom út aptur 1669. Kvæntist Guðríði 1670. 
Vísurnar eru því ortar 1668-1669.
 

                Langt er síðan eg langvíu sá 1)
                        liggjandi í böndum, -
                        eg er kominn oflangt frá
                        öllum mínum löndum.
                Norðurfjöllin nú eru blá,
                        neyð er að slíku banni, -
                        eg er kominn oflangt frá
                        ástar festu ranni.
                Ýtar sigla í önnur lönd
                        auðs að fylla sekki.
                        Eigðu Hof á Höfðaströnd,
                        hvort þú vilt eða ekki.
 
_________________________
1) Eigendur  Hofs eignuðu Hofskirkju fuglatekju í Drangey, 
og lögfestu Hof með því. Síra Gunnar átti Hof, og Guðríður dóttir hans, 
sem var einbirni, átti að erfa það.
                                (Blanda I, bls. 233)