Hásetaröð eftir Þorkel Ólafsson á Ofanleiti. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hásetaröð eftir Þorkel Ólafsson á Ofanleiti.

Fyrsta ljóðlína:Fremstan Sæmund fyrðar líta
bls.91–95
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Formannavísur
1.
Fremstan Sæmund fyrðar líta
frí við allan knur
öðlast mun sá orku nýta
Ingimundar bur.

2.
Halldór fylgir hýru mengi
þó hafi daprazt sjón,
óska ég hreppi æru gengi
ufsa fram um lón.

3.
Ársæll fylgir ötull mengi
ufsa fram um hlað
er á knör með ærugengi
Önundar frá stað.

4.
Siggi orku sýnir nýta
síldar fram um æ
en í vor sér ætlar flýta
út í Þykkvabæ.

5.
Guðjón þorskinn gjörir fanga
þó geysi Ránar hver
og svo mæðu eftir langa
upp að Dölum fer.

6.
Litli Thomsen lið vill sýna
á landi og sjó með kurt,
ég er það ei upp að tína,
þó ýmsir kalli hann furt.

7.
Einar sýnir orku rama
aldrei glaðværð brá,
af því mun hann öðlast frama,
Akurey er frá.

8.
Andóf Pálmi ötull stundar,
þó ei sé gáfna þrot,
en í vor hann ætlar skunda
út í Rimakot.

9.
Frá Ofanleiti orku-ringur
er á þóttu glað
baular þetta böguglingur
brögnum lyndir það.

10.
Gamli Magnús gjörir róa
geðspekt með sér ól
en nær fer af ufsa flóa
upp að Búðarhól.

11.
Bjarni Þorsteins burinn glaður
býr sig út á sæ,
til allra verka er óstaður
er frá Gvendarbæ.

12.
Miðskipa á mastra dýri
mætur Vigfússon
gáfnaslingur grérinn hýri
girnist fiskavon.

13.
Þarna fram um þöngla mýri
þá Jón Guðmundsson
í austurrúmi á öldu dýri
afla girnist von.

14.
Kimningi minn kær og glaður
kemur Sjólyst frá
til allra verka orku-hraður
eins á land og sjá.

15.
Formaður á fyrri tíðum
frægur Guðmunds bur
hreppir lof af höldum fríðum
heitir Sæmundur.

16.
Vigfús Skeving væna þáði
vizku af herrans náð
sinnar iðju sá vel gáði
svalt um haf og láð.

17.
Ég vil ekki Jóni gleyma
þá jór á æginn fer
banda stinnur Baldur seima
brögnum yndi lér.

18.
Guðjón þorskinn fjöri firrti
þó faxi Ránar mey
ýmsum fremur ég hann virti
þá út á gengur fley.

19.
Þorbjörn minn ber þrekið góða
þorska fram um beð,
fyrðum réð sitt fylgi bjóða
frægð og prýði með.

20.
Ekki má ég eftir skilja
öldung fullorðinn
ekki mun sitt aflið dylja,
þó aldan velti stinn.

21.
Hraustur stýrir hrannar dýri
horskur Ögmunds bur
handar mjalla hlynur skýri,
heitir Sigurður.

22.
Flapur þetta falli niður
forláts ýta bið
alla þá, sem auðnan styður
öðlizt herrans frið.

(Eftir handriti Guðm. Finnssonar, Pétursey, í eigu Ottós Hannessonar, Urðaveg 17. Skrifað 1891).