Formannavísur úr Vestmannaeyjum 1890 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formannavísur úr Vestmannaeyjum 1890

Fyrsta ljóðlína:Þá sem fley á flóð draga
bls.88-91
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1890
Flokkur:Formannavísur
1.
Þá sem fley á flóð draga
finna mega upptalda,
lífs á vegi velmetna
Vestmannaeyja skipstjóra.

2.
Þorsteinn Jónsson þingmaður
þiljuljónið framsetur
hafs um frónið hugaður,
höppum þjónar alvanur.

3.
Þó á bjáti báru þing
brim úr máta um hafrenning
njótar kátir nils um bing
nefna bátinn Mýrdæling.

4.
Hannes gætinn Gideón
gana lætur sels um frón,
heppnin mæta hans er þjón,
höppin bæta, en forðast tjón.

5.
Með Áróru Eiríkur
álmaþórinn hugaður,
ráar far ei rás letur
um reyðar flár er skriðdrjúgur.

6.
Haffrú þá af hlunn setur
hug af þjáist fjörugur,
sjóa stjái er sívanur
Sjólyst frá hann Guðmundur.

7.
Dyggð ei brestur hraustan hal
hann þá sést á nausta val,
heyri ég flestra fyrða tal,
formann bezta votta skal.

8.
Enok sunda ágætt ljón,
Ingimundar burinn Jón
um keilu skunda lætur lón
lýra grund þó herði són.

9.
Lukkumiðið Lárus fann
leiðir Frið um kembings rann
seggir sniðugt segja hann,
sæmda iðinn hreppstjórann.

10.
Ólafs hagnað auka má,
ára-vagni stýrir sá,
hrausta bragna hefur þá
höpp, sem magna Farsæl á.

11.
Um þær tíðir Ólafur
út um víði framdregur,
grand ei kvíðir glaðlyndur,
góz á Blíðu heim flytur.

12.
Ingimundur ára-dýr
út um grundir reyðar knýr,
greiðist mundum gróði nýr
gæfa að þundi ferða snýr.

13.
Sínum stýrir sæ-hesti
Sigurður í Brekkhúsi
fram um mýrar flatlendi
föng órýr þar aflaði.

14.
Geddu-lónið glaður um
gamli Jón í Presthúsum
mastra ljónið lækkar um
lýsu-frón með þorskinum.

15.
Arfi hans, sem heitir Jón,
heppni er manns um karfa frón,
hlýtur vansa sízt við són
sævar skans þó báru ljón.

16.
Sæmundur um síldar-rann
sínu liði stjórna kann,
halinn styður hamingjan
höfrungs iðum þrautvanan.

17.
Eggert borða birni úr vör
beita þorði stórt með fjör
oft dró forða upp á knör
yggur korða lundspakur.

18.
Út frá nausti Bjarnar bur
Bogi hraustur formaður
gnoð á flaustur framsetur
fiska haustar lífdagur.

19.
Jósep borða jagar kið
jöfur korða gott með lið
áls um storðir unir við
auka forða, hraustmennið.

20.
Öllu tjóni að afstýra
eins má Jón á Gjábakka
kringum frónið farsæla
fer með þjóna hlutmarga.