Þófarabiti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þófarabiti

Fyrsta ljóðlína:Bárður minn á Jökli
bls.558
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Þar sem tóvinna er mikil til sveita og unnar bæði voðir og prjónles þarf oft á því að halda að þæft sé. Ef lítið er þæft í einu, til dæmis vettlingar eða sokkar, er það þæft milli handanna; ef það er nokkru stærra en svo að því verði komið milli handanna er þæft annaðhvert í trogi eða undir bringunni.[1] Sé það enn stærri voð sem þæfa á er hún þæfð undir fótunum og sú aðferð er algengust á Norðurlandi og gerir allt þetta einn maður eða kona ef ekki er mjög stór   MEIRA ↲
„Bárður minn á Jökli,[2]
leggstu á þófið mitt.
Ég skal gefa þér lóna
[og íleppana[3] í skóna,
vettling á klóna,
þegar ég kann að prjóna,
naglabrot í bátinn þinn,
hálfskeifu undir hestinn þinn,
mórautt lamb og gimburskel,
og meira, ef þú þæfir vel.“


  1. Bringuþóf held ég sé að mestu af lagt (J.Á.)
  2. Það er sjálfsagt Bárður Snæfellsás. (J.Á.)
  3. Frá [ hafa aðrir: „innan“. (J.Á.)