SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3042)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Íslandsljóð 3Íslandsljóð III
ÍSLANDSLJÓÐ
Bálkur:Íslandsljóð
Fyrsta ljóðlína:Ég ann þínum mætti í orði þungu
Höfundur:Einar Benediktsson
Heimild:Einar Benediktsson: Ljóðmæli I. bls.41–42
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1897
Skýringar
Prentað í Sögum og kvæðum.
Aðeins tvö fyrstu erindin eru birt í Skólaljóðum. 1. Ég ann þínum mætti í orði þungu,ég ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum.
2. Ég elska þig málið undurfríða,og undrandi krýp að lindum þínum, ég hlýði á óminn bitra, bliða, brimhljóð af sálaröldum mínum.
3. Mig dreymdi eitt sinn í dagsins blíðu,þú drottning allra heimsins tungna, ég heyrði þig af fólki fríðu, frjálsu og upplitsdjörfu sungna.
4. Menn lutu ei öðru en eigin lögumog Íslands heill var þeirra gifta. Menn höfðu auga á eigin högum með alúð þess sem vill ei skipta.
5. Og garður við garð í breiðum byggðumstóð bjartur eins og sumarsaga, með röðulgljáa í rúðum skyggðum, með ræktað engi og beittan haga.
6. En inni á vog var sem ég sæiað segl væru að húnum dregin, og farmanns gnoðum lagt úr lægi og landsins börn, þau áttu fleyin.
7. Ég leit í draumi um dali og strendur,ó, drottning allra heimsins tungna, sá starfsemd, gleði, hreifar hendur, og heyrði þig svo sungna – sungna.
8. Það óx frá fjöru upp til fjalla,það óx í gleðirómi traustum, með gripinn hug eg fann það falla, falla og stíga í þúsund raustum.
9. – Svo hljóður ég í hljómnum eirði,með hjartans ró sem einkis saknar; – ég fann það sem að sál mín heyrði var sigurbragur fólks sem vaknar. |