Horfin æska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Horfin æska

Fyrsta ljóðlína:Klýf ég sjóinn djúpa, dökka
bls.178
Bragarháttur:Langhent eða langhenda
Viðm.ártal:≈ 1875–1900
1.
Klýf ég sjóinn djúpa, dökka,
dugið hönd og fótur mér.
Undan brjósti boðar hrökkva,
braut mín löng og torveld er.
2.
Fyrr ég leið í stilltum straumi,
strönd og sæ ei vissi af.
Ég hef flotið fram í draumi
fljóts að minni og út á haf.
3.
Boðar rísa, bárur deyja,
blíða og kuldi skiptast á.
Sjór og stormur styrjöld heyja,
stríð ég sjálfur heyja má.
4.
Þar stefni' ég að, sem bjarmar búa
bjarta himins viður rönd.
Aftur fæ ég ekki að snúa,
er mér bönnuð horfin strönd.
5.
Ekkert fjall í fjarska blánar,
finn ég magnlaus stirðnar hönd.
Þó skal kljúfa rastir Ránar,
uns röðulfögur sé ég lönd.