Jónsmessudraumur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jónsmessudraumur

Fyrsta ljóðlína:Þú ilmur jarðar enn ert gleðin mín
bls.135–136
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þú ilmur jarðar enn ert gleðin mín
árum saman mátti ég sakna þín.
Nú sé ég aftur sveitar minnar blóm
syngjandi fugla og börn á nýjum skóm.
2.
Og rödd í hljóðri sál, er lengi svaf
á sumarmorgni lostin töfrastaf
ómar á ný sem áður, löngu fyrr.
Yndisleg hverful stund. Ó, vertu kyrr.
3.
Er hinsta loks ég leita að samastað
og lífsins rödd er hljóðnuð, kýs ég það
að mega að lokum leggja hin þreyttu bein
í lambagrasató við heitan stein.
4.
Um eilífð geymd og gleymd við rætur þér
ég gæti ei betri legstað kosið mér
né aðra þrái upprisu að fá
en ilms, er stígur grösum dalsins frá.