Fram, fram! | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fram, fram!

Fyrsta ljóðlína:Fram, fram!
bls.11–12
Viðm.ártal:≈ 0
Fram, fram!
Feðra vorra afreksoeð!
Fram, fram!
Vaki þjóð til stríðs á storð!
fram með allt sem eflir
og örvar hug og mál,
og leikum oss með lífi og sál
við loga' og stál.

Fram, fram!
hver sem hjarta og heiðri ann.
Fram, fram!
frelsið með og sannleikann!
Og þó svo sáran svíði
er sverðið bitra slær:
hinn særði svásast hlær
og sigur fær.

Fram, fram!
hver sem elskar þrótt og þjóð.
Fram, fram
hver sem elskar líf og ljóð!
Feðurnir dóu í fjöllin,
því fölnar ei vor grund,
en glóir enn með guðalund
og gull í mund.