Vísur Fiðlu-Bjarnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vísur Fiðlu-Bjarnar

Fyrsta ljóðlína:Mér verdr hússins dæmi
bls.24–25
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Björn hét maður skagfirskur og kallaður Fiðlu-Björn fyrir því hann lék manna best á fiðlu. Lagði hann það eitt fyrir sig og fór um héruð með íþrótt þá og hélt sér uppi við það. En það var forn trú að álfar og ýmsar vættir sæktu þar mjög að er fiðla væri leikin, en englar að langspilsslætti. Ekki verður margt fundið frá Birni að segja nema það, að eitt sinn fór hann villtur úti í myrkri og þoku með fiðlu sína. Settist hann þá fyrir að lyktum undir steini eigi alllitlum og tók ráð það til skemmtunar sér að leika á fiðluna. En   MEIRA ↲
1.
Mér verður hússins dæmi
sem í hallri brekku stendur
búið er að brátt muni falla
böl í skap er runnið.
Svigna súlur fornar
en salviðurinn dofnar.
:,:Svá kveður mann hver þá morgnar
mæddur í raunum sínum. :,:
2.
Mér verður skipsins dæmi
sem skorðulaust kúrir
eitt við æginn kalda
engan stað fær góðan.
Rísa brattar bárur
í briminu illa þrymur
:,: Svo kveður mann hverr þá morgnar
mæddur í raunum sinum :,:
3.
Mér verdur Fuglsins dæmi
sem fjaðralaus kúrir
skriður hann skjótt að skjóli
skundar hann veðrum undan
týnir söng og sundi
sína gleðina fellir.
:,: Svo kveður mann hver þá morgnar
mæddur í raunum sínum :,:
4.
Mér verður hörpunnar dæmi
þeirrar sem á vegg hvolfir,
stjórnarlaus og strengja
stillarinn er frá fallinn.
Fellur á sót og sorti,
saknar mans úr ranni.
:,:Svo kveður mann hver þá morgnar
mæddur í raunum sínum :,: