Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Eftirmæli eftir Guðrúnu Jónsdóttur yfirsetukonu á Steinsstöðum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eftirmæli eftir Guðrúnu Jónsdóttur yfirsetukonu á Steinsstöðum

Fyrsta ljóðlína:Hér hvílir hulið mold
bls.143–144
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1791
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Páll orti þessi eftirmæli um konu sína, Guðrúnu Jónsdóttur, er hún andaðist sextíu og eins árs gömul. „Hafa margir kallað sannmæli mikið vera“ segir Gísli Konráðsson.
1.
Hér hvílir hulið mold
í helgum guðs akur
góðlyndrar grafið hold
Guðrúnar Jónsdóttur.
Blómi kvendyggða klár
kvaddi heimsarmæðu
fjörs hafði endað ár
eitt rúmt og sextíu.
2.
Þolinmóð þreyði víst
þungt oft við heilsubann
trúföst á tálar síst
teygja réð náungann.
Hreinlunduð hér fram braust
hún meðan fjör entist
og setti allt sitt traust
á drottinn Jesúm Krist.
3.
Enduð nú öll er sorg
armæða horfin er
í himna helgri borg
heiðurskórónu ber.
Sálin því fagnar frí
í faðmi síns lausnara
og syngur unun í
eilíft hósíanna.