Jólanóttin veturinn 1901 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jólanóttin veturinn 1901

Fyrsta ljóðlína:Himins skæri bogi blár
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Himins skæri bogi blár
blíðu færir niður,
ekkert bærist höfuðhár,
helgur nærist friður.
2.
Fegurð gyllir fjallalind,
frá oss villir trega,
skín í fylling mánans mynd
mikið stillilega.
3.
Fegri jól ei sveit kann sjá,
sefur gjólan bitra,
dýrðar bólum uppheims á
ótal sólir glitra.