Árni Böðvarsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Árni Böðvarsson

Fyrsta ljóðlína:Þegar Árni ýtir / örgum Frosta tólum
bls.321
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Benedikt yrkir hér heldur ósnoturlega um rímnaskáldið Árna Böðvarsson og kveðskap hans. Sigurður Breiðfjörð svaraði þessum kveðskap Benedikts. Sjá: Sigurður Breiðfjörð:

Því mum Gröndal gjöra spott
um gamla skáldið Akra?
Þegar Árni ýtir
örgum Frosta tólum
út úr Akra vör,
vitið frá sér flýtir;
ferst það allt í hjólum,
þeim er snúast snör.
Þá slíkir koma sótraftar af sjónum,
settir fram af Árna kvæðagrónum,
fretar allt og fratar inn í lónum,
fælast allar landvættir af trjónum.