Kvæði af vallara systrabana | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af vallara systrabana

Fyrsta ljóðlína:Þorkell á sér dætur tvær
bls.246–247
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
Skín á skildi
sól og sumarið fríða,
dynur í velli,
drengir í burtu ríða.

1.
Þorkell á sér dætur tvær,
skín á skildi,
Katrín og Signý heita þær,
sól og sumarið fríða,
dynur í velli, drengir í burtu ríða.

2.
Gengu þær sig til brunna
að þvægi sína munna.
3.
Gengu þær sig til kistu,
axla yfir sig skikkju.
4.
Gengu þær sig á heiðar
brattar og so breiðar.
5.
Þegar þær komu á miðja leið
fundu þær fyrir sér vallarann einn..
6.
„Heilar þið og sælar,
því viljið þið ekki mæla?
7.
Hvort eruð þið frá álfum
eða frá kóngi sjálfum?“
8.
„Ei erum við frá álfum
og ei frá kóngi sjálfum.
9.
Þorkels dætur erum við,
Maríukirkju þjónum við.“
10.
„Hvort viljið þið heldur láta ykkar líf
eða vera mitt eigið víf?“
11.
Svaraði Katrín ljósa:
„Vant er um að kjósa.“
12.
Svaraði sú hin yngri:
„Hvor mun þrautin þyngri?“
13.
„Fyrr viljum við láta okkar líf
en að vera þitt eigið víf.“
14.
Hann brá sínum tygilhníf,
beggja sveik hann systra líf.
15.
Hann gróf þær í foldu,
rótaði yfir þær moldu.
16.
Það sást upp í einum heim,
ljós brann yfir báðum þeim.
17.
Hann kom heim á Þorkels garð,
Ása ein þar fyrir var.
18.
Klappar á dyr með lófa sín:
„Lúk upp, Ása, lát mig inn.“
19.
„Ég læt öngvan inn um nátt,
eg hef við öngvan stefnur átt.
20.
Ég læt hér öngvan inn um sinn,
ég hefi öngvum stefnt hér inn.“
21.
Fattar hefur hann fingur og smá,
með listum plokkar hann lokur í frá.
22.
„Ása litla, sof hjá mér,
silkiserkinn gef eg þér.
23.
Ég skal gefa þér kápu blá
ef segir þú ekki neinum í frá.“
24.
„Leys upp bönd og lát mig sjá.“
Systra kenndi hún sauminn á.
25.
„Bíddu mín um litla stund
meðan eg geng í græna lund.“
26.
„Heyrðu það, Þorkell faðir minn,
kominn er dætra baninn þinn.“
27.
Þorkell kastar hörpu á gólf,
stukku úr henni strengir tólf.
28.
Kastar hann henni í annað sinn,
stukku úr henni strengir fimm.
29.
Það var eina morgunstund,
skín á skildi,
vallari hékk so hátt sem hundur,
um sól og sumarið fríða,
dynur í velli, drengir í burtu ríða.