Ásu kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ásu kvæði

Fyrsta ljóðlína:Ása gekk um stræti
bls.244
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
I

1.
Ása gekk um stræti
far vel fley,
heyrði hún fögur læti,
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.

2.
Ása gekk í lundinn,
fann hún þrælinn bundinn.
3.
„Vel þú komin, Ása mey,
þú munt ætla að leysa mig.“
4.
„Ég þori ekki að leysa þig,
ég veit í nema þú svíkir mig.“
5.
„Viti það kóngurinn ríki,
hverigt annað svíki.“
6.
„Leysti hún bönd af hans hönd
og so fjötur af hans fót.
7.
„Níu hefi eg farið lönd,
tíu hefi eg svikið sprund.
8.
Nú ert þú hin ellefta,
far vel fley,
þér skal ég aldrei sleppa.“
Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.


II

1.
Ása gekk um stræti
far vel fley,
heyrði hún fögur læti,
við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.

2.
Ása gekk í húsið inn,
sá hún þrælinn bundinn.
3.
„Heil og sæl, Ása mín,
nú ertu komin að leysa mig.“
4.
„Ei þori ég að leysa þig,
ég veit ei nema þú svíkir mig.“
5.
„Viti það sá hinn ríki
að hvörugt annað svíki.“
6.
Leysti hún bönd af hans hönd
og fjötur af hans fótum.
7.
„Nú ertu búin að leysa mig,
aldrei skal ég sleppa þér.“
8.
„Bíddu mín svo litla stund
meðan ég geng í grænan lund.“
9.
Hann beið hennar langa stund,
far vel fley,
aldrei kom hún á hans fund
við Sikiley.
Fögrum tjöldum slógu þau undir Sámsey.