Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Útfararsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Útfararsöngur

Fyrsta ljóðlína:Yndislega ættarjörð
bls.154–155
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBaaaBaB
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1940
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmur þessi er einnig birtur í Sálmabók til kirkju- og heimasöngs. Þriðja prentun 1955. (Sb 1955) og er þar nr. 628. Hafa þar verið gerðar á honum tvær breytingar. Sjá neðanmálsgreinar.
1.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökka kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
2.
Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður,
nú, er lífsins dagur dvín,
dýra kæra fóstra mín.
Búðu um mig við brjóstin þín,
bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður.
3.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda í hendur.
Foldin geymi fjötur sinn.
Frjáls er andinn, Drottinn minn,
hjálpi mér í himin þinn
heilagur máttur veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda' í hendur.


Athugagreinar

1.3 þakkarklökka] þakkarklökkva Sb 1955.
3.4
Frjáls er andinn] Faðir lífsins Sb 1955.