Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jólleysingi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jólleysingi

Fyrsta ljóðlína:Ég er jóllaus maður
bls.67-69
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Égg er jóllaus maður,
japla á tappakork,
engan þarf ég hnífinn
og engan þarf ég fork
geng í hvítri birtu
á Broadway í New York.
2.
Skáldið situr inni
snöggklæddur við ljós,
syngur um þann ræfil
sem fann í skarni dós,
raður hungurhrópum
í stuðlabásafjós.
3.
Í kirkjum þínum, Kristur,
kurteisin er stjór,
einn er látinn byrja
til ávarps faðir vór,
— í alsnægtum um daglegt brauð
menn biðja þig í kór.
4.
Það storkar mínum anda
sem harka eyðihjarns,
það storkar mínum anda
sem möskvar veiðigarns,
það fer í gegnum hjartað
sem grátur misþyrmds barns.
5.
Ég geng niður að höfninni
— hál er hlein sem gler.
Kalt er, sjór, að hugsa til
að samlagast þér.
Skyldu vera marhnútar
á botninum hér?
6.
Ríki, ég er morðingi.
Tennur bítur frost.
Ríki ég er morðingi.
Rottan nagar ost.
Ríki jafnvel rottan —
taktu mig í kost.