Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Rímur af Völsungi hinum óborna - fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Völsungi hinum óborna - fyrsta ríma

Fyrsta ljóðlína:Blanda skal eg fyr börnin glöð,
bls.43-46
Viðm.ártal:≈ 0

1.
Blanda skal eg fyr börnin glöð,
er beiða í fysta sinni,
Sónar foss og Suptúngs mjöð
saman og Asa minni.
2.
Óðin vissa eg*, arfa Bors,
Ásía* veldi ráða,
jafnan vakti hann vigra fors,
val fekk örn til bráða.
3.
Gramr er bæði fagr og fríðr
og furðu vænn að öllu,
orðin slétt, og einkar blíðr,
örr af greipar mjöllu.
4.
Vísir reiknast vitr og hægr,
var það gjört að orði,
hér með var hann sterkr og slægr,
stóð honum eingi á sporði.
5.
Spektar grein og spáleik prýddr,
sparði aldri seima;
kýngin mörg, sú kóngr er skrýddr*,
er kunn um alla heima.
6.
Óðinn seldi auga sítt
annað bauga runni,
með því jókst honum manvit frítt*
og Mímis* drakk hann af brunni.
7.
Hilmir kunni hverja list,
honum varð alt að ráði,
gramr hefr öngrar mentar mist,
mildr af grettis láði*.
8.
Ásgarður hét ágæt höll*,
er Óðinn átti að stýra,
glóar hun öll með greipar mjöll (7)
og græðis eld enn dýra.
9.
Það er en væna þeingils höll,
þökt var silfri hvíta,
því var líkust innan öll
jafnt sem gull að líta.
10.
Bókin vill af borgar stærð
birta fólki ríku;
nú er það komið í mína mærð,
megi þér ráða af slíku.
11.
Dyrnar vóru á hurða hjört
hundrað fimm og fjórir
tigir (8) - hafa slíkt Tyrkvir gjört
traustir frændur vórir.
12.
Vissa eg ei í veröldu fyrr
væri stærri halla,
jafnfram geingu í einar dyrr
átta hundruð kalla.
13.
Í Óðins höll varð aldri húmt,
alskyns er þar (9) mæti,
flestum var þar fyrðum rúmt,
feingu allir sæti.
14.
Skatna liði var skjöldúngs höll
skipuð í millum gátta,
stillis hirðin stór sem tröll,
styrkri var einn en átta.
15.
Gramr var bæði sterkr og stór,
slægð bar hann af öllum;
öflgastur var Ásaþór
af Óðins köppum snjöllum.
16.
Óðinn setti í landi lög,
hvé lýðir skyldu hegða;
vandar um það vísir mjög,
ef vill því nokkur bregða.
17.
Döglíng skipaði dreingjum tólf
að dæma um málin vöndu;
þiljað var hilmis hallargólf
harðri fræníngs ströndu.
18.
Fylkir lagði fornar spár,
forsögu vissi hann alda;
fylgdi þar með friðr og ár,
flestir trúðu hann valda.
19.
Trúði (10) á stillir Tyrkja drótt,
tel eg það margan pretta (11);
óska fjöld og aura gnótt -
Óðinn gaf þeim þetta.
20.
Margur trúði á málma Freyr
mildíng galdra lista,
sér vænti hverr er af vópnum deyr,
Valhöll muni þeir gista.
21.
Letrið gjörir það ljóst fyr mér,
þá lýðir vóru í nauðum,
þeir báðu Óðin bjarga sér
bæði lífs og dauðum.
22.
Evrópá og Ásíaheim
Óðinn átti að stýra,
í þriðjúngum (12) var (13) þessum tveim
þegna sveitin dýra.
23.
Villan hefr sjá vorðið stór,
virðar hugðu báða
Óðin kóng og Ásaþór
öllum heimi að ráða.
24.
Sjá lést gramr af sinni spekt,
- sú er af fítóns anda -
eyðast mundi öll hans mekt,
en Jésú vegr mun standa.
25.
Óðinn bjó með allri list
aura gnótt og beima,
fylkir vill svó forðast Krist
og flýði norðr í heima.
26.
Yfir Ásgarð setti Vila og Vé
vísir bræður sína;
skjöldúng frá eg að skorti ei fé,
skötnum má eg það tína.
27.
Nefna mun eg þá Njörð og Frey,
af niflúngs vóru hendi;
gramr sat meðan í Óðins-ey,
en ambátt sína sendi.
28.
Gramr helt fyst í Garða austr,
girntist þaðan til Saxa;
kærliga lét þá kóngrinn traustr
kynslóð sína vaxa.
29.
Sá hefr heitið Gylfir gramr,
er galdra kunni fjölda;
Sviðþjóð stýrði siklíng framr,
sína gladdi hölda.
30.
Gefjon heitir hrínga Hlín,
hun var Ásía ættar,
skjöldúng veitti hun skemtan sín,
að skröksögur urðu gættar.
31.
Plógland gaf fyr skemtan skjótt,
- skili það pallar vórir -,
drógu það bæði dag og nótt
döglíngs uxar fjórir.
32.
Snótin hefr á galdra í gnóg
gjört með vælum slíkum,
sonuna hefur sér fyr (14) plóg
samið í uxa líkum.
33.
Landið slíkt, er Gefjon gaf
Gylfi að kvæðis-launum,
yxnin (15) drógu út í haf;
auðlíng komst að raunum.
34.
Leystu þeir upp landið alt,
Lögrinn var þá eptir;
sannliga mun með Svíum á valt
sýnast slíkir greptir.
35.
Segi eg það helst í Sviptúngs fund,
að synirnir galdra Freyju
þeir settu þessa grænu grund
gagnvart Óðins eyju.
36.
Gefjon ræður grundu um aldr
og gjörði mart að starfa,
svanninn átti síðan Baldr
sannan Óðins arfa.
37.
Liggja víkr í Leginum svá,
lýðum vil eg það inna,
þar mega ýtar Sæland sjá
svinnir, þeir er finna.
38.
Sér það glögt á sínum hag
svænskra manna ræsir,
að myklu hefr hann minna lag
á menta fjöld en Æsir.
39.
Óðinn sótti auðlíng heim
með alla sína dreingi,
bæði lönd og brendan seim
bauð hann honum með meingi.
40.
Óðinn talar svó orðin snjöll:
»ekki skal því neita«.
Þegar lét stofna þeingill höll
þar er Sigtúnir heita.
41.
Að flestu er þessi en fagra borg
sem fyrr var skrifuð með Tyrkum,
buðlúng (16) skipaði bæi og torg
brögnum sínum styrkum.
42.
Lögmál slíkt og landsins rétt
lofðúng skipar með öllu,
sem Óðinn setti og áðr var frétt
Ásgarðs fólki snjöllu.
43.
Á báli skyldi dauða drótt
drjúgum brenna alla,
þar með bjarta bauga gnótt
og bæði konur og kalla.
44.
Vísan skyldu vegnir menn
Valhöll eiga að gista,
en sædauðir seggir senn
sig (17) til heljar vista (18).
45.
Svó var gramr af gulli örr,
gaf til beggja handa
skötnum sínum skjöld og dörr,
skýfir hjálms (19) og branda.
46.
Frigg var kölluð fylkirs kvón
Fjörguns dóttir væna,
ýtar telja falda frón
á flestar listir kæna.
47.
Var svó Óðinn vífinn gramr,
valla fekkst hans jafni,
marga sonu gat fylkir framr,
fá má merkja nafni.
48.
Niflúngs son skal nefna Skjöld,
nógu gjarn til rómu;
döglíngar yfir danskri öld
dýrir af honum kvómu.
49.
Inga nefni eg Óðins nið,
aldri í sóknum vægir;
ættrif hans er ágætt lið:
Uppsala kóngar frægir.
50.
Sæmíngs get eg að sönnu við,
siklíngs arfa ens snjalla;
jókst nú af þeim auðlíngs nið
ætt Háleygja-jalla.
51.
Sigi var nefndur siklíngs mögr,
sá var vænn að líta,
ennið bjart en augun fögr,
ásjón berr hann hvíta.
52.
Hilmirs son var hár og digr,
hann var sterkr að afli,
mönnum leist hann merkiligr
og mildr af greipar skafli.
53.
Nú réð stofna Njarðar kván (20)
niflúng veislu eina;
Skaði hét sjá (21) skikkju Rán (21)
að skeinkti (22) vínið hreina.
54.
Þegninn átti þrælinn þann
- þjóðum vil eg það skýra -,
Breði hét sá er með virtum vann
og veiddi fjölda dýra.
55.
Refil skal nefna rakka hans,
reyndr að kostum mörgum,
görpum fæ eg greint til sanns
grimliga eyddi hann vörgum.
56.
Sigi var þar (23) með sínum feðr
- segja mun eg það verða -
bað hann að fylgja, því blítt var veðr,
Breða til veiðiferða.
57.
Breði fekk unnið björninn einn,
björt skein sól í heiði,
hilmirs son varð heldur seinn,
hann hrepti öngva veiði.
58.
Ríkum var þá ræsis nið
reiði þyngri (24) byrði;
dáliga helt þá dreingrinn grið,
deyddi hann þræl og myrði.
59.
Breða dró hann í breiðan skafl,
banaði síðan rakka,
ræsis niðr hefr reynt sitt afl,
reiðan gjörir því sprakka.
60.
Sigi kom aptur síð um kveld
og settist þá til drykkju;
mjög var Skaði (25) í máli sneld
mælti af grimmri þykkju:
61.
„Hvar er hann Breði?“ kvað bauga (26) Hlín
Bragníng réð að ansa:
»ekki vildi þrællinn þín
þjóna, mér til vansa.
62.
Kafnaðr var hann í kránkri mjöll
kveð eg ei fleira skipta,
ellegar get eg að trúðig tröll
tekið hafí lífi að svipta«.
63.
„Orðin þín eru eigi sönn
- ansar þann veg sprakki -
Breða muntu hafa banað í fönn,
bæði er dautt og rakki“.
64.
Mín skulu þessi (27) ljóðin lögð,
lýk eg Ása minni;
tel eg að reiki bernsku brögð,
bið eg að óði linni.


Athugagreinar

2.1 eg v. í hdr.
2.2 Ásía] < og Ásía hdr.
5.3 skrýddr] < skyrdr hdr.
6.3 frítt] sítt hdr.
6.4 Mímis] < mínníz hdr.
7.4 láði] < sade hdr.
6) höll] < borg hdr.
7) torg hdr.
8) menn(!) b. v. hdr.
9) þat hdr.
10) Trvdv hdr.
11) bleckia hdr.
12) -gín hdr.
13) var v. hdr.
14) til hdr.
15) ygxen hdr.
16) budlund hdr.
17) æ hdr.
18) vistar hdr.
19) hialm hdr.
20) kuan hdr.
21) sa ... rann hdr.
22) skenkia hdr.
23) þar v. hdr.
24) þungri hdr.
25) Skada hdr.
26) þorna hdr.
27) ekki hdr.