Marin Français | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Marin Français

Fyrsta ljóðlína:Vestur í Víkur-garði
bls.43–44
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Vestur í Víkur-garði
vegleg er gröfin mörg:
Gnæfa' yfir grónum leiðum
gullrúnum letruð björg.
2.
Vestast í Víkur-garði
viðkunnanlegast mér finnst.
Þar eru lægstu leiðin, —
leiðin, sem á ber minnst.
3.
Ótal þar er að líta
einfalda krossa´ úr tré,
Letrað er á þá alla
aðeins: Marin francais.
4.
Þar er svo hljótt og heilagt,
að helgispjöll virðist mér
á skóm þar að ganga´ um garðinn,
sem gestunum vígður er,
5.
— erlendum einstæðingum,
átthögum sínum fjær.
Vögguljóð söng þeim síðast
svalkaldur norðanblær.
6.
Aldrei þar alein á kvöldin
angurvær reikar drós. —
Þar hefur enginn lagt eina
einustu kveðjurós,
7.
Þó finnst mér ilmský þar anga,
er inn í reitinn ég kem.
Aftanblær örveikt syngur
yfir þeim requiem.
8.
Ofan ég tek í auðmýkt,
ósjálfrátt beygi kné.
Angelus álengdar hljómar.
Adieu, marin français.