Draumkvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Draumkvæði

Fyrsta ljóðlína:Fagurt syngur svanurinn
bls.132-133
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
Fagurt syngur svanurinn
um sumarlanga tíð,
þá mun lyst að leika sér,
mín liljan fríð.
Fagurt syngur svanurinn.

1.
„Stjúpmóðir, ráddu drauminn minn,
um sumarlanga tíð,
ég skal gefa þér gullskrín,
mín liljan fríð,
Fagurt syngur svanurinn.

2.
Að mér þótti hann máni
skína yfir alla Skáney.
3.
Að mér þótti rótartré
hanga hátt yfir höfði mér.
4.
Að mér þótti fagur fugl
renna á mitt skemmugull.
5.
Að mér þótti stjörnur tvær,
á mínum brjóstum sátu þær.
6.
Að mér þótti sjávarflóð
renna á mitt skemmugólf.
7.
Nú hef eg sagt þér drauminn minn,
ráddu hann eftir vilja þín.“
8.
„Að þér þótti hann máni,
þér bíður kóngur af Skáney.
9.
Að þér þótti rótartré,
allur lýður mun lúta þér.
10.
Að þér þótti fagri fugl,
þinn son verður fagur sem gull.
11.
Að þér þótti stjörnur tvær,
kóngadætur eru þær.
12.
Að þér þótti sjávarflóð,
það verður þín ævin góð.
13.
Nú hef eg ráðið drauminn þinn,
um sumarlanga tíð,
eigðu sjálf þitt gullskrín,
mín liljan fríð.“
Fagurt syngur svanurinn.