Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kristínar kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kristínar kvæði

Fyrsta ljóðlína:Eg var skorin í silki
bls.110–112
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
„Eg var skorin í silki
og í skarlats trey,
síðan borin til strandanna,
lögð í sjávarfley.
2.
Eg mátti ekki drukkna
því guð var mér so góður,
báran bar mig heim í lund
þar fagri hjörturinn grór.
3.
Þar kom riddarinn ríðandi
með sína sveina þrjá,
hann tók mig upp so litla,
í fjörusandi eg lá.
4.
Hann tók mig upp og bar mig heim
á sitt eigið bú,
þar var eg so lengi,
eg varð hans eigin frú.
5.
Fyrstu nótt við saman lágum,
þá fékk eg þann harm,
komu kóngsins sakamenn,
þeir vógu hann á minn arm.
6.
Vógu þeir kónginn Aðalbrigt
og hans sveina tvo,
þriðji sigldi af landi burt
og mun eg hann aldrei sjá.
7.
Völt er veraldar blíðan,
trúir þar enginn á,
mér er horfinn menjalundur,
mun eg hann aldrei sjá.
8.
Þó eg lifi so lengi
eg man hann alla stund,
so hefur sorgin þvingað mig,
sárt fyrir okkarn,
so hefur sorgin þvingað mig,
sárt fyrir okkarn fund.
9.
Árla myrgins:
„Frúin Kristín,
hvörsu líkar þér
við festarmanninn,
hvörsu líkar þér
við festarmanninn þinn?“
10.
„Og so vel ann eg
mínum festarmann,
sjálfur guð í himinríki
heiðri mig og hann.
11.
Allt það rauðagull
vilda eg gefa þar til
að eg mætti vel við
þá veröldina skil.“
12.
„Eigðu sjálf þitt rauðagull,
njóttu manna best,
undu þér við þann ríkan herrann
sem þig hefur,
undu þér við þann ríkan herrann
sem þig hefur fest.“