Mér þótti gott | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mér þótti gott

Fyrsta ljóðlína:Mér þótti gott er frí ég fór
bls.773
Bragarháttur:Aukin ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Mér þótti gott er frí ég fór
og frjáls úr agans dróma,
og fyrst mér lýsti láð og sjór
í lífsins sumarblóma.
2.
Mér þótti gott, ég gildur var
og glaður eins og laxinn,
er afl ég fyrst af öðrum bar
og orðinn þóttist vaxinn.
3.
Mér þótti gott að ganga´ í lund
og gleðinni' eftir þyrsti
er fyrsta sinni fagurt sprund
á fríðan munn ég kyssti.
4.
Og ennþá hærra hló mér von,
ég hugðist goðum líkur
er fyrst ég hafði hlotið son;
en hvað ég þóttist ríkur!
5.
En hitt mér líka gleði gaf
að gjöra aðra káta
og þerra tárin augum af
ef einhver var að gráta.
6.
Mér þótti gott að gjöra bót
og góðs manns umbun kenna
er netlur upp ég reif með rót
í reynslu lífs sem brenna.
7.
Mér þótti gott við þraut og stríð,
er þyngst var dagsins mæði,
að hverfa heim á hentri tíð
og hljóta frið og næð.