Steingrímur biskup | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Steingrímur biskup

Fyrsta ljóðlína:Biskup nýjan frónið fría þáði,lærdóms hreina
bls.40
Bragarháttur:Stuðlafall – frumoddhent (frumstiklað) – síðtvíþætt
Viðm.ártal:≈ 0
1. Biskup nýjan frónið fría þáði,
lærdóms hreina haukinn þann,
herra Steingrím, besta mann.
2.
Öll hans spor um eyju vora greiði
Guð alvaldur lífs á leið
langan aldur fram að deyð.
3.
Laugarnesið nærri hlés aðfalli
biskupssæti orðið er;
auðnan gæti starfa hér.
4.
Hér var áður húsafjáður staður;
hér er leiði Hallgerðar,
hrekkja-greiðu langbrókar.
5.
Það til æru þeirrar kæru verður
að um hennar höfuðból
hófu menn nú biskupsstól.
6.
Guðs vors höndin geymi lönd og þjóðir;
hans ástkæra annist hlíf
yðar kæru, börn og líf.