Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Um gagn og nytsemi sólarinnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um gagn og nytsemi sólarinnar

Fyrsta ljóðlína:Oss er ljóst, að herrann hár
bls.10–14
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Vikivakar
Sæl vermir sólin oss alla.
Í hæðunum byggir herrann sá
sem henni skipaði loftið á.
Hans vil eg að fótunum falla.

1.
Oss er ljóst, að herrann hár
heiminn skipaði forðum,
lét fram dragast aldur og ár,
en efnin standa í skorðum.
Gengur um loftið geislinn klár
sem gleður jarðarbólin
=""> og sæl nefnist sólin,
eykur gleði, en eyðir fár,
upplýsandi þar eð hún stár
í mætum mjalla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
2.
Undraverk í allra sjón
er hún guðs lifanda,
fest viðháleitt himnafrón
en hvörgi má viðstanda.
Hennar för ber sætan són
þá sveigir hún dýrðarhjólin;
=""> sæl vermir sólin.
Hún kyndir herrans kakalón
fyrir kristnum her sem lifir í von
til himnahalla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
3.
Gýs hún yfir grund og lá
gufandi varmalaugum.
Hvör kann móti henni að sjá
með heilum sjónarbaugum?
Hana gjörir herrann sá
með heilög smíðatólin
=""> sæl vermir sólin,
sem kristnir jafnan kalla á,
krjúpa og veita lotning há
um ævi alla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
4.
Heimsins augað harla blítt
hana vér megum sanna,
blómið jarðar ferskt og frítt
og fró kristinna manna.
Hún gefur á vorin grasið nýtt
en grænkar veraldar kjólinn;
=""> sæl vermir sólin.
Þeir, sem drottinn þekkja lítt,
þiggja líka af henni sitt,
þó viti varla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
5.
Dagsins prýði sú er sönn
og sætkar hann með dáðum,
í guðs húsa yrkja önn
er upplýsingin þjáðum.
Hún gefur svo bjarta geislahrönn,
að glóar á fjöll og skjólin,
=""> sæl vermir sólin,
ísalögin gleypir grönn,
glypjar marga vetrarfönn
til ysju alla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
6.
Væri sú ekki birtan blíð
búin á himnapöllum,
langsöm yrði lífsins tíð
lýða kindum öllum.
Heimsins brum og héröðin víð
hyldi dökkva njólin;
=""> sæl vermir sólin.
Margur þá við myrkraklíð
maðurinn hlyti ár og síð
með kveini að kalla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
7.
Hulda meining hefur í sér
himnaröðullinn góði
til visku oss, sem velkjunst hér
í vörmu syndablóði,
að lausnarinn Jesús ljósið er,
sem lýsir um dýrðarstólinn
=""> og sæl nefnist sólin
og andlegt fjörið aftur lér
sem áður fyrri misstum vér
af girndar galla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
8.
Hann er föðurs fegurðin kær
feginn oss að leiða,
uppbirting svo víkjum vær
af veginum illsku breiða;
holdi vafin, heilög, skær
hægt upp ran um jólin
=""> sú sæl náðarsólin;
sætan hita sjúkum ljær
sálum manna, vilji þær
sér honum að halla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
9.
Allir skyldu innra manns
augunum þangað renna
sem sjálfur munnurinn sannleikans
sínum lýð vill kenna.
Blessað undablóðið hans
bræðir af syndahólinn,
=""> sæl vermir sólin.
Í hæstu gæðum himnaranns
heilaga prýðir dýrðarkrans
um eilífð alla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.
10.
Sé honum lof fyrir lampa þann
sem lýsir á himna grindum,
mig vermandi vesalan
með voluðum sauðakindum;
gefi það Jesús guð og mann
mér gagnist þessi skólinn
=""> og sæl náðarsólin,
svo að lofa og lesa um hann,
að lýsi hann mér í sólarrann,
þá kemur að kalla.
=""> Hans vil eg að fótunum falla.