SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3042)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Vikivakar í gleðivöku 4Vikivakar í gleðivökuBálkur:Vikivakar í gleðivöku
Fyrsta ljóðlína:Minnst kann eg um mærðarslag
Höfundur:Bjarni Gissurarson
Heimild:Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði. Ólafur Davíðsson hefir samið og safnað. Kaupmannahöfn.. bls.218
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Vikivakar
Enn kveður hann Geðsamleg gulls lín, gott ætla‘ eg þér. Gjörðu svo vel góðin mín gakktu með mér. 1 Minnst kann eg um mærðarslag; þótt mýkja vildi‘ eg lítinn brag, kem eg þó engun kvæði‘ í lag svo kunni‘ að hæfa prýði þín, geðsamleg gulls lín. Þó hefi‘ eg lifað þann lukkudag ljúf að fara með þér. Gjörðu svo vel góðin mín gakktu með mér. 2 Ei kann eg að hegða hljóðum þótt hafi eg lyst að skemmta þjóðum; allra síst hjá fríðum fljóðum að fara í dans með kvæðin mín, geðsamleg gullslín. Hefi‘ eg þó samt í hyggjuslóðum hróður að vanda þér. Gjörðu svo vel góðin mín gakktu með mér. 3 Þig hefi‘ eg séð af öllu eina andlitshvíta og prýðishreina, því ber huganum margt til meina, má eg ei jafnan ná til þín, geðsamleg gullslín. Ástunum kann eg ekki‘ að leyna; aumlega þetta fer. Gjörðu svo vel góðin mín gakktu með mér. 4 Mér er jafnan hægra’ um hjarta þá horfi‘ eg á þig sprundið bjarta; mjög fyrir sjónir myrkrið svarta mínar dregur burtför þín, geðsamleg gullslín. Hirði‘ eg ei fyrir öðrum skarta, þótt ærið haldi af sér. Gjörðu svo vel góðin mín gakktu með mér. 5 Hugsaðu til mín hringa tróða þótt hverfi í burtu gamanið ljóða; farðu nú vel með farfann rjóða þótt fái’ eg af honum sorg og pín, geðsamleg gullslín. Nætur og daga gefi þér góða græðarinn manna hér. Gjörðu svo vel góðin mín gakktu með mér. |