SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3104)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Rímur af Partalopa og Marmoríu 4* Rímur af Partalopa og Marmoríu – Fjórða rímaFyrsta ljóðlína:Síðast óma drykkjudans
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1851
Flokkur:Rímur
1. Síðast óma drykkjudansdatt með hljómi niður. Krýndur sóma kom til Frans kólgu ljóma viður.
2. Eftir fundið fífu él,friðs í lundi brýnum Hlöðvers kundur harla vel högum undi sínum.
3. Undir borðum eitthvert sinnullur korða situr. Kongur horfði á hefnir sinn, hóf svo orðin vitur:
4. „Tíðin byrst á minnir mig,mönnum fyrst að segja, þá ég missti mögur þig mín var lyst að deyja.
5. Allt mér bannað yndi var,armóð fann ég stríðan. Alið manninn hefir hvar heims um ranninn síðan?“
6. Þreytti spanga spennir trúrspurnar stranga ræðu. Leysti tanga yggur úr eftir langa mæðu.
7. Hlöðver illa hug bregður,hjal ei stillir, segir: „Þessi drilla því veldur þú að villast megir.
8. Dyggðavisin baugabrúbreiðir slys þig kringum, lát ei kvisast, þjónir þú þessum missýningum.
9. Það er meyja þokkalig,þussa leigir galda, hún vill ei þú sjáir sig, svo þér megi halda.“
10. Margur var því mælandi.Með þeim bar í sundur. Engu svarar öðlingi Ægis skara þundur.
11. Litlu síðar lofðungurlét hug stríðið deyða, bjóst að níða blíðmálgur, bur til hlýðnis eiða.
12. Tryggð af klóra fýsir fyrst,fjarri stórum lúa, gargans ljóra góðum kvist gylfi fór að snúa.
13. Varð samþykkur sikling þvísíst kvenn bikkju trega, kippi lykkju komast í, kvongast skykkanlega.
14. Hlöðver glaður friðinn fær,fögnuðs blað á gelur. Beðju naðurs tróður tvær tyggi hraðast velur.
15. Lopa sansar lifna nú,lítur mannsins dætur. Í læstum skansi þessi þrjú þengill dansa lætur.
16. Dansar, spilar, drekkur þar,darra Vili rjóður; þangað til að vorðinn var veiga bilum* góður.
17. Aðra biður eiga sigeyju viðar glansa. Venus iðin, lystilig, lífgaði miðin sansa.
18. Sprundið vefur örmum áatvik hefir meira. Yfirgefur önnur þá ullinn sefrings leira.
19. Eftir rarast yndi stiptum ljóss marar jurtu, allt eins var og væri kipt vigurs hara* burtu.
20. Varð geð krankur undireinsama vankan sleginn, í hans var þanka þá til meins þrauta hanki dreginn.
21. Gekk með hrað’ úr greindum ranngötu þaðan tregur, reiðtygjaðann fákinn fann, fór á stað, ei kveður.
22. Fullur bara geðs um gilgremju kjara nýju. Solnes ara sendi til sinnar Marmoríu.
23. Líkt og áður alla leiðyggur sáða Gróttu, ferðast náði, hrings hjá heið hvíld að þáði nóttu.
24. Tapaði stríðum hryggðar hæng,hugar smíðar friðinn, undir blíðum brúðarvæng böls úr hríðum liðinn.
25. Alla siðu eins og fyrauðgrund við hann hafði, árs um bið sá blíðu hyr brjóstin friði vafði.
26. Týr elds láar talar þá,tel ég háann baga að eg má þig ekki sjá ekran bráins haga.*
27. Marmoría semur svar:„Sæmdir drýgja þínar, kem ég frí með konstirnar, krafta nýju mína.
28. Dörs frá brjótum bar eg þig,babba að fótum kæru; og kippti af snót er sniðuglig sneið þér hót vanæru.
29. Ráðin föðurs þessi þínþér forstöðu veita, af hjarta glöðu mundu mín menja bjöðum neita.
30. Mín lífs ár ef missi þigmæðan stár til hugar. Einhver dárinn uggir mig yfir flár þig bugar.
31. Böls mér tárin byrlar núbáðum fár og voða, eftir sárast iðrast þú ef mig nár að skoða.“
32. Lopi segir: „Satt það ersvo hvað meyjan gengur, enga þreyju hef eg hér hjá þér degi lengur.“
33. Líkust blóði litinn á,löguð móði nýjum, sefrings slóðar sólin þá sorgar vóð í skýjum.
34. Samt sem áður glóðir geimsgarpur þáði af sprakka, hjálpaði dáðgóð hirði fleins heim á láðið Frakka.
35. Fögnuðs stóri fundurinn,fleins var Þórum nægur. Lopa tóra lítur sinn, landa stjóri frægur.
36. Lopi sagði ferðum frá,fylkir þagði á meðan: „Það til lagði, síst ég sá svanna bragða téðan.
37. Mennsk í fangi mínu lá,mjúk á vanga hrerið,* tók eg dangað henni hjá, hef ei svangur verið“.
38. Hlöðver segir: „Hrings Freyjuhæl þú eigi lengur. Óráð sleginn einhverju elskulegi drengur.
39. Hjarta besti mögur minn;mön við lestar Grana hættu festa þanka þinn, þenki eg verst um hana.
40. Kjós þig seggir krýni í dagkong á Tveggja sprundi, ríkann legg ég ráðahag röskum eggja Þundi“.
41. Lopi neitar þiggja það,þengill heita Frakka. Sagði: „Veitið sældir að sjái eg neytan sprakka.
42. Villa engin, vangætinn,vil ei lengur álpa.“ Kallaði Þengill konstra menn; kvaðst þar enginn hjálpa.
43. Lifri móður Lopa þarlíka stóð til reiðu, hyggst að bjóða bjargirnar böls af slóðum leiðu.
44. Mentahreini bókabörbiskup greinir letur, sagði stein í sinni för sem að reynist betur:
45. „Hver sem á sér þetta þingþarflegt náir bera, einskis má þeim missýning manni knáa gera.
46. Steininn hnýt að hálsi þér,hann í knýti berðu, böls einhlýta bannið er, brúði nýta sérðu.“
47. Lopi þakkar blítt sem ber.Blindviðs hlakkar svanur. Söðlar blakk og burtu fer. Brautir flakkar vanur.
48. Hlöðver eftir stúrinn stóð,stakki hneptur nauða. Óskar: „Greftrun fái fljóð; fyrri hrepptan dauða.
49. Eigi tæla þyrfti þáþessi fælan manna mér indælan Freyr hrings frá, frið og sælu banna.“
50. Hvað sem tauta hilmir fer,huga laut ei varðar. Fleina Gautur flýtir sér, finnur braut orms jarðar.
51. Hátíð var sem fyrir frú,fínleiks bar hún parta, fagnaði hara niðja nú, nákvæmdar af hjarta.
52. Ástin brann í brjósti vífsbest við kannað yndi, göfgaði sannan Guð, að lífs góða manninn fyndi.
53. Spurði fregna fljóðið bestFreyrinn regna hita. Hann því gegnir fæst: „Því flest fær þú megn að vita.“
54. Sagði veiga sólin kær:„Sinnis deigur ertu. Hvaða geigur hjartað slær? Held eg feigur sértu.
55. Eða tryggur eigi mér.Ójá styggur. Hvaða? Vopna yggur vel ei fer, við til hryggjumst skaða.“
56. „Blíðu fjöðrum breiðir þigblossa löðra Gerður. Þú bit nöðru þenkir mig þér að öðru verður.
57. Hlöðver órór hjals um krá,heljar sór mér kröfur. Mig hamóra meinar sá, metnaðs stóri jöfur.
58. Þagna skal eg þá morgnarþínum svala ekka. Föður þíns kaleik forsjónar fær þú valinn drekka.“
59. Ekki dofnar hugur hals,hryggðar ofninn deyði; brúðurin sofnar, blíðu dals bjargar stofn þó eyði.
60. Lopi klókur lék við stein,lagaði krókinn flærðar; rennur mókið samt á svein sveipaðann flóka værðar.
61. Vaknar Parti nú á ný,nokkuð hart að vonum. Derlings bjarti burinn því, bráðla snart við honum.
62. Maðurinn bruggar meinlætið,minnst í hnuggin geði. Hvarma glugga hlerum við hræring stugga réði.
63. Strax úr hófi stækkar fér,stein í lófa brá hann. Frænda prófar frásögn hér, Freyju glófa sá hann.
64. Marmoría gaum að gafgeymir dýja ljóma, gargans stíu grundin svaf glansaði fríum blóma.
65. Dúfu bar á brjósti fljóðBlindviðs rara smíðin, mærin var sem mjöll og blóð mestu svara prýðin.
66. Lopi sál í furðan fól,fundust málin unnin, græðis bála gefur sól, geisla strjál ný runninn.
67. Hryggðar án með sjálfum sérsagði elds Ránar viður, slík ásjána engils er, yndið frána styður.
68. Holdið bert að blóma skín,blíðu hert er nisti: „Ástsæl vertu elskan mín!“ auðgrund snerti og kysti.
69. Fljóðið nam að vakna við,vafin ama bragði. Sótti gaman niflungsnið, nú en framar sagði:
70. „Þín er artin þægilegþakin bjarta fínu, dyggða skarti dægileg dillar hjarta mínu.“
71. „Hlöðvers trúin mýgjar* mér“,mælti frúin snjalla, „sjáðu nú hvort að ég er alin búi fjalla.
72. Þitt mig sakar geðs um gólfgimsteins takið kalda. Yfir mér vaka virðar tólf vanir braki skjalda“.
73. Reiði bræddir hugs um hólfhringa ræddi Þrúða. Í húsið æddu hermenn tólf Hildar klæddir skrúða.
74. Glugga fylltist göltur þargrimmdar trylltu þegnum. Lopa hrylti við, sem var voða kviltur megnum.
75. Lítur plóginn angurs áorma skóga bjarga, þengils króinn þóttist sjá þegna nógu marga.
76. Hver einn snjalla hljóði hrein,horskir spjalla þanninn: „Hefirðu snjalla hringa rein hingað kallað manninn?“
77. Gefa nennir svar af sérsendir brennu lauga „Mér um kenna einum er, en ekki fennu bauga.
78. Ástar hyrinn hjá mér þreyr,helst er byr í Sneglu, margur fyrir minna deyr maður í styrjar reglu.
79. Gifta njótar geira sig,gæða fljótir tíðum, kvendi hljóta kyssilig, klappa snótum blíðum.“
80. Lopi sinnti gulls ei Gná,gremju pyndast dróma. Spurður, innti allri frá ætt og kynntum sóma.
81. „Hvílík undur, hvaða fár!“hrópa Þundar veiga, „þessi hundur galdra grár girnist sprundið eiga.
82. Fjörsins hljóti rán, fyrst ránreyndi klóta harinn. Korða njótur, smánar, smán smurður, grjóti barinn.“
83. Greipar þöndu að tjörgu Týr,titraði hönd af þjósti, reyrðu böndum þrír og þrír, þvingaðist önd í brjósti.
84. Drógu bundinn baugs frá þöllbjarta lundinn viðar, darrra Þundar dóms í höll djarfir skunda án biðar.
85. Raustar hásu rýrðu grómróms um bás ó tregir, annann lásu dauðadóm dólgar krásarlegir.
86. Sögðu: „Verður vífsins ei,við hann sverðin duni, blíðu skerður biðils grey, biðjum ferðir muni.
87. Fyrir gárungs geldum brallgrafnings Járann fjöru, höggvum sár á svarðarfjall, sjóðum hár í tjöru.
88. Reipa stríðan herðum hnút,hröðum, níðing, farga, köstum síðan krypling út, krankur bíði varga“.
89. Nærri getur gengið mérgrund orms fleta blíða, hefur setið sárt í þér sorgar hretið stríða.
90. Nestis Austra lind mér lístlest í klaustri sagnar. Vestra flaustur syndir síst, sest í naustið þagnar. Athugagreinar
16.4 Veigabil: kona.
19.4 vigur: sverð; vigurs hari: hermaður. 26.4 ekran bráins haga: skáldmælt kona. [?] 37.2 hrer: hró. [Ath] 71.1 mýgja: kreppa að, þjarma að. |