SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3104)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Rímur af Partalopa og Marmoríu 3* Rímur af Partalopa og Marmoríu – Þriðja rímaFyrsta ljóðlína:Sónar vínið vann að dofna
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1851
Flokkur:Rímur
1. Sónar vínið vann að dofna,viður sannað mál í ró. Hringalín og halur sofna, hvert í annars faðmi þó.
2. Partalopi við það vaknarvar um bundið hryggðar mein, hús var opið, svanna saknar. Systir Mundilfara* skein.
3. Brátt þá hreyfðist blóð í æðum,beið hann skamma stundu þar. Guðvefs reifðist góðu klæðum, gekk svo fram um hallirnar.
4. Hefnir kemur hara* blíða,hryggð í laumi brjóstið tróð, þangað sem að sætið fríða, sögu rauma* skrifað stóð.
5. Settist niður nú sem áðurnjótur fleina* í þessum rann, utan biðar frægðum fjáður, fékk þar beina konglegan.
6. Sem ólinur orðinn værialvaldandi keisari yfir hina mikla mæri, mönin banda því olli.
7. Þóttist njóta nætur blíðunadda brjótur* þetta sinn, yndishótin fyrir fríðu flýði blótuð ótregðin.
8. Eftir þessa endurnæringer þá hafði fengið þar, anda hressti menjamæring,* mittið vafði reimarnar.
9. Út þar fer sem inn um hafðiannað kvöldið fyrri hann, burtstöng sér og band um vafði beilsa öldung týgjaðann.
10. Tíkar synir tamdir þrautumtveir ei skildu manninn við, eins ólinir út á brautum æfðu snildar leikfangið.
11. Hlupu móti herra sínum,hjarta nótuð trygðin var, hans að fótum fitla trýnum fín með hótin auðmýktar.
12. Gleði var, nú gleymdur skaðinn,grátsins hari Mardallar slyngur þar á gjarða glaðinn getur farið leiðirnar.
13. Angursfrí á Sviðris svanna,*saddist plógi menntunar. Heyrði gný og mælgi manna, meinti nógann fjölda þar.
14. Dagurinn allur út svo líður;illri fór hjá sorginni, fingra mjalla Freyrinn ríður, frískum jór að borginni.
15. Fer og sleipnir ferðum hamla,folinn tréður hallardyr. Sætið hleypur sitt í gamla, sama skeður þá og fyr.
16. Yndisgrónum geðs fögnuðigreyptust metin unaðar. Svo var þjónað guðvefs guði guð sem héti veraldar.
17. Gekk í haginn hirðir seima,hrakti gætinn bannið frá, lék á daginn dýrs um geima, dormar nætur frúnni hjá.
18. Eitt sinn þegar vafðist voðum,vébands Freyja þannig tér: Breytanlegar skorður skoðum, skal ég segja nokkuð þér.
19. Faðir þinn er víst í voða,við það berst á Óðinskvon heiðnir slinnar* honum boða hernað mesta skaða von.
20. Marhöld heitir Hrekkjasmiður,hari digur Bretalands, höggur sveitir hey sem niður, hefir sigrað krónu fans.
21. Eftir París eina hefur,ætlar snart að flýja á braut, vísir þar ei væran sefur vafinn harðri kvíða þraut.
22. Far að hlynna föðum þínumfrétta spurn er sannferðug. Ríkið vinna vaskleik fínum, vita hvurn þú hefir dug.
23. Bjóð þú einvíg Breta sjóla,*brúk til nytja krafta þín, ef að meira orkar dóla, aftur vitja skalt þú mín.
24. Ekki þó með öðrum hættien þú sért í mínum sal, hyggju ró svo hafa mætti, hvergi gleyma þér ég skal.
25. Ei er spaug að ástir þínarandinn þraugar hér um strind.* Hjartataugar halda mínar hirðir bauga þinni mynd.
26. Lopi hneigir hjalið bera,hugar dylur eigi sorg: „Kominn feginn vildi vera, vísis* til í Parísborg.
27. Þíns fulltingis þarf eg njótaþræðis eyjar ljósa rún, og krafta slyngu konstra hóta“. „Kvíð þú eigi“, sagði hún.
28. „Eg skal flýta ferðum þínum,fær þú grandlaus óska byr, vanda lítið verður mínum vísdóms anda nú sem fyr“.
29. Valur Gillis fór á flótta,Freys og Gefnar eðalsteins, vonar milli voru og ótta, værin svefna töpuð eins.
30. Nóttin líður, fóru á fætur,frú og sveinn í skyndingu, tryggða blíðu tengdu rætur trúskaps hreinni bindingu.
31. Snýr á brautu blossa Rínar-búinn -Gautur hermannssið, förunauta finnur sína flúna þrautum dyrnar við.
32. Gulls var toppum tveimur fleira,tvinna beðju gáfan vís, þeirra kroppar linna leira, lúðir fögrum handar ís.
33. Randa Þórinn þáði glaðurþessa stóru virðingu, sté á jórinn harla hraður, hauðurs fór að girðingu.
34. Fór tygjaður fyrir naustifrægðar sælu hverja hlið; margar glaður hlunna hrausti hægri kælu brosti við.
35. Gleypti Lopa, hunda og hesta,hvalur ranga burða stór. Hvarma dropar dala, besta, drifu á langann ísu kór.
36. Hans und brjósti boðinn freyddi,bláa grípur dröfnina, eyddann þjósti, lukkan leiddi lands á gnípu höfnina.
37. Skrímnis* tennur þessar þekktiþengils arfi séðar fyr, þanka fennur böl ei blekkti, bjóst af karfa, lækkar byr.
38. Laus við sæinn Lopi ríður,löðri frýsa jórarnir, þjórs um æginn ekki bíður, ör hann fýsir hraða sér.
39. Bretar djarfir borgum háu,blóð út neyðir hari snar, konungs arfann eigi sáu, inn þá reið til Parísar.
40. Heilsar föður hann ómóður,hryggð að vanda fráskilinn, faðmar Höður gullsins góður, grátfagnandi arfa sinn.
41. Ráðalaus í raunum megnum,ræsir opinn dauðann sá, harma klausur þylur þegnum, þetta Lopi hlýðir á. 42 „Hvað er ráða? Hver vill bjarga? Hver mun hnekkja minni frú? Við ódáðamenn svo marga megnum ekki að berjast nú.
43. Og til morguns má því eigimaður héðan ganga hvur. Út á torgið tign ég fleygi, tekinn fangi, kúgaður.“
44. Lopi stundi sagði: „Særasorg og yftin sneypan vís, svoddan undur hjartað hræra Hlöðver giftist vanadís.*
45. Láttu faðir sendisveinasjóla finna grimmd aukinn, veit ég það er vörnin eina, vísir inna málsstofninn.
46. Bjóð þú honum brúði hörga,blíðu krýnist lýðurinn. Eftir vonum fólið fjörga fer að sýna trölldóm sinn.
47. Guð himnanna góðan endagefur okkar máli nú, þar mun sannast loks við lenda lifi nokkur bæn og trú“.
48. Þengill sagði: „Þú skalt ráða“,þægann enda Guð um bað. Strax að bragði frægðum fjáða, fjórtán sendi menn af stað.
49. Krökt af tjöldum Týs var kvinna,Týrar axa brýndu sax; því Marhöldur hugði vinna Hlöðver strax að morgni dags.
50. Gumar sáu gaurinn lasta,gljáðann bráins smurningu, þeir upp á hann heilsan kasta, hann við brá með spurningu:
51. „Hvert erindi hafið núna?Hæfir synda dauðans vök“. Seggir mynda svarið búna: „Sönn að fyndir boð og rök.
52. Prúður hari Parísborgarprakt þó flýði mannfjöldi, allra snarast út án sorgar einvíg býður Marhöldi.“
53. Hló þá Breta buðlungs* slægur,byrjar hjalið máls um stig: „Hlöðver tetrið nauða nægur, nú skal ekki hræða mig.
54. „Gram ég mana geit sem blauða,gremju sína spjóts við él, og láta Hrana logann rauða, lífi mínu brenna hel.
55. Enn að ríðast á við þræla,ambáttanna lappana, það er níðlag fjanda fæla, fyrir manndóms kappana“.
56. Sendir fóru, sögðu gramisínum, orðin Marhöldar, ei gjörast rór vann trygða tami tyggi* horfði í gaupnirnar.
57. Er hér nokkur sjóli sagði:„Sörvareynir“, kallar hátt, „við óþokka þann að bragði þorir reyna vopna slátt“.
58. Höldar neita Marhöld mæta,móðlausir við þessa bón, sinnuleiti kóngs ókæta, kvíða fyrir dauða sjón.
59. Hlöðvers arfinn frægðarfúsifrekar talið máls af storð: „Menn ódjarfir hér í húsi hafa talað gleði morð.
60. Eg skal finna karskann kauða,kjörinn best eg til þess er, honum vinna dapran dauða Drottinn bestur hjálpi mér“.
61. „Vil eg heldur“, Hlöðver sagði,„hrygð og spottið fyrir mig, og vera seldur banabragði, barnið gott en missa þig.
62. Marhöld digur deyð ei kvíðirduganlegur, órækur, hefir sigur hvar sem stríðir, hans er vigur manntækur“.
63. Lopi klæddist Hildar hami,hvað sem tauta ræsir* vann, mjög óhræddur móti grami, miðjar brautir ríður hann.
64. Marhölds þjónar Lopa líta,lyndishraðir, mestir tveir, skyggnir góna, skjöldinn bíta: „Skal það maður“, sögðu þeir.
65. Marhöld bjóst í Fjölnisflíkur,fýsir nota happið þar, fylltur þjósti risinn ríkur, reiðar otur ferðtýgjar.
66. Marhöld fylgdu frægð að hugsafernir átta riddarar, dröslum sigldu sjó um uxa, seggjum kátt í geði var.
67. Marhöld bar á höfði hjálminn;heldur þungan steinsettann, morguns þar á Þjassasálminn þegnar sungu lagnettann.
68. Hringdu bjöllum hann í kringum;hvítum silfur reimum á, merktar köllun þorns á þingum þegar gylfi sverði brá.
69. Líkt var þessu skart á skildi,sköglar verki stálbryddum: Hjörs til messu milding vildi meður sterkum riddurum.
70. Gyrður sverði, burtstöng breiðabar og spjót í hendi sér, sporum herðir gotann greiða, gylfa móti syni fer.
71. Þekkir hann og þannig ræðir:„Það er naumast afskúmið,* allra manna her þig hæðir, hjörs mig glauminn reyna við.
72. Barn ert þú að aldri og afli,ætlar þér að vinna mig, aftur snú frá tyrfings tafli,* táplaust er að vinna þig.
73. Burtu far með föður þínum,fljótt úr París kempan smá, aftur þar fyrir augum mínum ykkur varist láta sjá“.
74. Gramson þagði, geðs ódæligeisaðist að slyngum vom. Loksins sagði: „Leyf eg mæli lítið, fyrst eg hingað kom.
75. Föður minn hér eg fyrir stríði,fjörsandinn á meðan vinnst, skyldugt er eg honum hlýði, hofmóð þinn ég akta minnst.
76. Guð sem hefir garpa fjöldagjört að skapa heims um stig, sá mun gefa heiðna hölda hels í gapið fyrir mig“.
77. „Mig forundrar“ Marhöld segir,„mörgum hnekkir lundin stíf, á deyðar stundu friði fleygir, fæst til ekki þiggja líf.“
78. Í því bili kemur karlinnog kappar snjallir höllu frá, sorgum dylur sinnis pallinn, settust allir niður þá.
79. Partalopi lýsir þori,lætur svarið heyra sitt: „Eg ei hopa hót úr spori, hér skal varið ríkið mitt“.
80. Marhöld reiður reis á fætur,röskann þar á jórinn sté. Sagði: „Greiður griða bætur gjörum spara samfundi.
81. Eg skal farga friði þínumfær þú skissu máldjarfur. En hver sem bjargar herra sínum, hausinn missi smánaður.“
82. Kongsson þiggur þessi gjöldinþengil dýrann himna bað. Marhöld tyggur skarð í skjöldinn, skálma Týrar ríðast að.
83. Sikling* höggur sóknarfljóti,sýndist vogað lífi manns, sendir skröggur sínu spjóti í söðulboga riddarans.
84. Gylta skaptið gekk í sundur,gjörðist taptur sigur þar, höggur aftur hilmis kundur,* herrans kraftur með ’onum var.
85. Kom í læri á lensu brjóti,lagið fær hann beina stór; eggin særir þjó á þrjóti, þykkur nærist æðasjór.
86. Dró til oddsins út úr sári,yggur brodda framhjá reið, spjótið loddi hrings í hári, hari svoddan mælti um leið:
87. „Góður drengur gef mér færi,gagnsömum að taka spjót“. Hinn kvað engin vegsemd væri vopnlausum að berjast mót.
88. Annað spjótið tyggi tekur,týrinn hjalta að Lopa reið, þorns við mótið þykkjufrekur, það fór allt á sömu leið.
89. Þriðja sinni hjörinn hrífur,hilmir fast í vindinn sló. Lopi stinna dör* af drífur, dróst hann hast úr söðli þó.
90. Hlöðvers kundur kasti þá hannkipti meður handfimni. Marhölds undir bringu brá ’ann biturlegum eggþrymli.
91. Fránum reið svo fák um mæri,flýðu beinin jarðar stinn. Tyggi heiðinn tapar færi til að reyna þriðja sinn.
92. Sverðið brotnar, hilmir hnígurhauðrið á því benin sveið, happið þrotnar, varð óvígur, virðar sáu hvernig leið.
93. Konginn þóttust vita veginnvondsku snart í geðið brá, átján sóttu öllu meginn að honum Partalopa þá.
94. Svo jarðfallið fékk hið tíðafrænings palla viðurinn. Marhöld kallar: „Hættið stríða hans er allur sigurinn“.
95. Í forboði buðlungs skeðurbræðin verst í þrjótunum, söklaust troða sveininn meður sínum hesta fótunum.
96. Gullfjaðraðann gamm þeir lítagrimmann, kelkinn* tilsýndar. Selskap hraðir slinnar slíta, sló þeim skelk í bringurnar.
97. Vængjabreiður brá sér niður,bófar ríma hringinn frá, þar sem greiður vopnaviður, vafinn svíma þvingun lá.
98. Klónum greypti garpinn téðann,glópum sýndi afreks megn, flugs til hleypti frá þeim með ’ann, fólskan píndi þá í gegn.
99. Við Hlöðvers fætur fjaðra veifur,flatan lætur, burtu fór, karlinn grætur; hvergi hreifur hjörva mætur sýndist Þór.
100. Stundu síðar vakna vann hann,við án mæðu rísandi. Lofið fríða söng og sannann sikling hæða prísandi.
101. Hlöðver sagði: „Sigrað hefursonur minn fyrir drottins náð“. Eigi þagði, þakkir gefur þeim er himin skapti og láð.
102. Marhöld biður: „Stöðug standi,stjórn og fasta lögreglan. Rúinn friðar gramson grandi, göfugastur ríkið vann.
103. Aldrei skal ég hingað herja.hvergi breytist það ég set. Tryggðar valið sjálfur sverja, sjálfur veit það Mahomet.
104. Niflung sæti næði hæstaníðingarnir kaupið fá, Marhöld lætur mél sem smæsta mylja kvarnir dauðans þá“.
105. Gylfar bundu góðar sættir.Gramsson hrósar hver sem má. Slitu fundinn, blíðu bættir, báru ljósi seldust á. – – –
106. Heim í Frans með föður sínumfrægðum krýndur Lopi reið. Hróðrar dansi hallar mínum, hroðin týndist Austraskeið.
107. Fjalla rjóðar Fáfnistróðurfáið góðann sérhvern dag. Mjalla bjóður fingra fróður fær þú óðinn minn í dag. Athugagreinar
2.4 systir Mundilfara (mánans): sólin.
4.1 hari: konungur, höfðingi. 4.4 [Ath. handrit] [?] 5.2 njótur fleina: hermaður. 7.2 naddur: spjót eða vopn; nadda brjótur: hermaður. 8.3 menjamæringur: (mannkenning). 13.1 Sviðrir: Óðinsheiti. Sviðris svanni: jörðin. 19.3 slinni = sláni, linur maður og viðbragðsseinn. 23.1 sjóli: konungur. 25.2 strind: land, jörð. 26.4 vísir: konungur. 37.1 Skrímnir: jötunn. 44.4 vanadís: Freyja. [?] 53.1 buðlungs] > buðlungr [?] 56.4 tyggi: konungur. 63.2 ræsir: konungur. 71.2 afskúm: afhrak, úrþvætti. 72.3 tyrfingur: sverð; tyrfings tafl: bardagi, orrusta. 83.1 siklingur: konungur. 84.3 kundur: sonur, afkomandi. 89.3 dör: spjót, vopn. 96.2 kelkinn: þrár, þrákelkinn, óviðráðanlegur. |