Grýlukvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Grýlukvæði

Fyrsta ljóðlína:Hlustið þið til hýr börn
bls.119–122
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Grýlukvæði

Skýringar

Ólafur Davíðsson hefur skráð Grýlukvæði Bjarna eftir AM 148 8vo (Vigurbók) og afskrift hennar í JS 398 4to.
Hlustið þið til hýr börn,
hvað eg kann að tjá:
Tröllamóðir tólfræð
trítir nú hjá;
sitjið þið siðlát,
segi eg ykkur frá,
þríhöfðuð þjófsdóttir
þessi er að sjá,
faxmikil flagðkonan
flugþykk og há,
augun líkt sem eldshnettir,
eyrun sem gjá,
kinnarnar sem kýrvömb
kolsvört og grá,
kann eg ekki að kynna ykkur
kjaftinum frá;
gengur fram úr grönunum
gufan helblá,
tungan er sem teigsvídd
og tekur bringu á,
hefur keng á herðum sér
hærra þó en Múlann ber,
breiðskeggjuð, biteggjuð,
beisklunduð, flá,
varaflegin flórsokka
flekkótt og grá,
klettaþöllin krumfengin
kroppar í skjá,
kartnögluð, kviðmikil,
kengbogin lá,
hefir maga hrísvaxinn,
harðan sem gljá.
Hrosstaglið hristir um kríka;
hún segist fullorðin píka,
tvítóluð læst hún á leikvöllinn víkja,
hrossteglan, hræskeglan,
hvað vill hún þá?
Börnin vill hún bíta
og berja þau í strá;
skollamóðir skakkmynnt
skreppu heldur á,
út um sveitir æðir
því öllu vill hún ná.

Á Sandfellum situr hún
og sauði rekur heim í tún;
hræðist Egill hennar brún
og hvörgi þorir að bíða.
Hún kann að ríða
í haglvindinn stríða,
fælist ekki fjúk nein
né fannbylinn hríða.

Í Eyrarteigi elti Jón
inn í miðjan baðstofuón,
gjörði honum geysitjón
og gleypti hrossið rauða;
hryggbraut hún hestinn,
en hræddi þar gestinn
til dauða.

Ei vill hún við Ása hrjá,
einatt víkur honum frá,
hann fælir hana
með hundanna gá.

Stefnir hún á Steinmóð
með Starkaðarhljóð,
eltir hann að Ormatjörn
með eldskíða glóð,
bjargar honum bæn heit
og blessunin góð.
Hann keppist við að komast heim
á kirkjunnar lóð.

Til Hallbjarnarstaða
hratt tók að vaða;
hún elti Hall þar
með hörðum járnspaða.
Flýr hann þá og forðar sér
með fótgöngu hraða,
lukkan studdi laufagrér
og lét hann ekki skaða.
Heim strauk þá hyrjan á völlinn,
hló svo að tóku eftir fjöllin.

Siggu-Kela sá hún þar
og síðan af honum höfuðið skar,
honum fékk ekki hjálpað par,
því hún er næsta glettin.
Svo ganga sögurnar
og sannborin fréttin.

Skjökti hún á hjarninu hála,
heima var hann Stígur í skála,
hans tók hún hrútinn
og hafði með sér bútinn,
seint mun hún leysa af honum
sorganna hnútinn.

Helst vill hún hestinum ríða,
hefndunum sætir ekki lýða,
hún kom heim til Borgar
með kampana síða,
maldaði á gluggann
um miðnættis skuggann,
bað þar um bruðnings uggann.
Hún drap þar hundana alla,
hefir sig síðan til fjalla;
hálsamótin hástiguð
hægt kann að lalla.

Ólaf hitti í öðrum sokk
austan undir fjalli;
hann vill geyma hestaflokk
með háreistu kalli;
hamar tók og hníf sinn
og hljóp svo af palli,
hamraþöllin hælagleið,
hleypti þá á gönuskeið,
blánefjan blóðreið
í bölvunar galli
hleypti niður Hátúnafjalli.

Öll dóu hrossin undir Heljarhlíð,
hún var ekki það sinn á brúnina fríð,
girntist þó í *Geitdal að að nátta,
gjöra vill þar skinnrauðar átta,
kyrkti þar kúna
en kom ei að hátta.
Graðunginn í fjósinu felldi,
fleygði svo í heykumlið eldi,
barði um skálann
með breiðu hrútspeldi.
Fann hún Teit í fjóskrá,
feikilega hló þá,
honum í sinn belg brá
og brokkaði þar frá
um kvöldið.

Hún ætlar hartnær að skina;
hvenær skal hún ferðunum lina?
Munda syni mætti
í miðjum heyslætti,
hann átti hross brún
og helst þeirra gætti.
Hún elti en hann strauk
af hæsta lífsmætti.
Bænahúsið brenndi hún hans Manga,
braut í sundur kistuna langa,
hún skyldi hanga
á hörðum járntanga
alla sína ævidaga
úrtöku langa.

Ei vill hún hernaðinn hefta,
hamrana tekur nú að skefta.
Fór hún út að Flögu
og fann þar sílþvögu,
fjárhundinn flengdi
með fáheyrða sögu,
hún stal þaðan hráviðar drögu.

Á Mýrarnar mjög vill hún herja,
mega þær bændurnir verja,
að húsabaki, hnjástór,
hræðilega þá fór
á búrstafninn berja.
Sýrutunnu sá hún þar,
saup hún það, sem í henni var,
soðgraut úr sextunna keri,
þrjár vættir þaðan bar
af þrífornu sméri.

Til *Geirholtsstaða gekk hún
en geysilítið fékk hún,
heima var þar húsbóndinn ekki,
sýndi hún þar hrekki
og sanna þjófshvekki,
braust inn í bæinn
og bar þaðan hlekki,
nítján marka nautshúð
og nokkra mjölkekki,
fimmtán vætta flothnúð
og fjóra mörsekki.

Glettan þessi galstygg
Gísla fann á Skerhrygg,
upp sló hún illskunnar blaði,
út bað hann fylgja sér að Vaði,
rennur þó á reykinn
af römmu sauð[a]taði,
kennir brennu kola hún
og kemur þar að,
yptir Jóki augnabrún
og ætlar af stað.
Hún kallar: „Heimdallur,
heyrðu nú það.“

Út á Sanda elti Jón,
upp í fjall og suður í Lón,
hann gengur
bersprengur,
hástöfum kvað,
upp að vörpum alla skó
og íleppana trað;
loksins gat hún höndlað hann
við Hríshólmavað.

Henni leiðist húsgangssníkja,
hún vill til barnanna víkja,
lá hún nótt á Leiðvallareyri,
lýsast munu tíðindin fleiri.
Bárðarson þar bar að
með brugðið járnkeyri.
Hún rauk þá á hreystimann
í hráblautum leiri,
móður varðist heldur hann,
hægra fótinn lesta vann,
blóðið út úr benjum rann
og blárauður dreyri.
Bárust þau í berghylinn víða,
beint mun þar strillunni svíða;
af henni sleit hann höfuðin tvö
og handleggina síða.
Sveimar hún að landi,
ein lá hún á sandi,
upp leit þá augnasúr
í illu fótbandi.

Helgríður heitir
sá hryðjurnar veitir,
kjaftvíður karlinn
í körinni streitir;
skinnstakk ber skessan í skála.

Er hann af hellum blá,
fimm hundruð flagðbörnin
flakka þar í hjá,
ekkert lægra en álnanna sjö,
upp þó að hún á,
mikið er að metta
meinhyskið pretta,
hún sýður hvern dag
hrossakjöt til rétta.
Læt eg ljóð detta,
læri fólk þetta.


Athugagreinar

*Geirdal > Geitdal [?]
* Geirholtsstaða] hér er væntanlega átt við Geirólfsstaði í Skriðdal.