Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vögguljóð send Ingibjörgu Jakobsdóttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vögguljóð send Ingibjörgu Jakobsdóttur

Fyrsta ljóðlína:Heyri eg stúlkubarn / í Hornafirði
Heimild:Lbs 838 4to.
bls.s. 108–111
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1700
Flokkur:Vögguljóð
1.
Heyri eg stúlkubarn
í Hornafirði,
á Kálfafellsstað
komið nýlega.
Hefur helga skírn
hlotið með nafni
Ingibjargar
sem áður eg þekkti.
2.
Alkunnug var mér
sú eðla kvinna
að elsku og dyggðum
ævi langa,
þar með faðerni
þessarar meyjar
og móðurætt hennar
að mörgu góðu.
3.
Er því skylda mín
af innsta geði
ungu vífi að árna
gæfu, guðs viðtöku
og góðra heilla
sem frekast kynni
og fyrir að skilja.
4.
Mæli eg nú við þig,
meyjan fagra,
þó nálægð mín sé
nokkuð fjarri,
orð þau sem eg vil
á þér hríni
meðan líf er léð
líkama þínum.
5.
Gefi Jesús þér
góða dafnan,
hjartans gleði
í heilbrigða sál,
hæga hugarró,
heill og spektir,
leiki angurlaust
líf fyrir brjósti.
6.
Gefi Jesús þér
gott málfæri
og skynsemdar ljós
skilningarvitum,
leggi fyrst inn í
fróðleiks akur,
neista nákvæman
af nafni Drottins.
7.
Gefi Jesús þér
greind með aldri,
næmi og skilning
nógsamlega,
ást á Guði
og orði hans náðar
og aðsafna þér
síð og árla.
8.
Gefi Jesús þér
aðstoðar anda
sinn blessaðan
í sælu og hryggðum,
trú staðfasta
og vissa von
hjástoðar Drottins
hvað sem reynir.
9.
Gefi Jesús þér
góðfúsa bæn
mjúkt morna og kvöld
mest að vanda.
Hún fríar mann,
hræðir óvini,
hægir hugarþrá
en heftir vöndu.
10.
Hún er vígi best,
vörn kristinna,
uppgangur viss
að augsýn Drottins,
Andskotans fæla,
engla fögnuður,
reykelsisfórn
rétt ilmandi.
11.
Gefi Jesús þér
Guðs húss ástir
og þangað komunni
þrátt að fagna,
heyra herrans orð
og hjartans akur,
sælusáði því
að sá og prýða.
12.
Gefi Jesús þér
góðra foreldra
hylli og ástum
að halda og unna,
heiðra þau bæði
af hjarta og tungu,
hlýðið hugar geð
hvörn dag sýna.
13.
Gefi Jesús þér
góð ummæli
innan bæjarlýðs
og utan gátta,
siðprýði fagra
í sessi og göngu
svo þú meyjablóm
mættir verða.
14.
Gefi Jesús þér
geð miskunnar
(ef þú eignast fé)
aumum að gefa.
Legg í karfir Krists
að komi þér seinna
*vitnin vina Guðs
vel í þarfir.
15.
Gefi Jesús þér
góða iðju
ætíð að unna
með ára safni,
menntir aukist þér
munns og handa,
hefur þrifnaður
heit fyrir brauði.
16.
Gefi Jesús þér
gát forsjála
heims hrekkjum á
og hans siðferði
svo þú flokk sauða
fagran Kristí
fyllir jafnan
en forðist kiðin.
17.
Gefi Jesús þér
góða stilling,
hóf og máta
í hvörju efni,
ekki að hefjast
í auð né sælu,
ei að örvinlast
þó erfitt gangi.
18.
Greiði Jesús þér
góða vegi
Guðs meðan lífið
gefst á jörðu
svo þú fórn hans
fylgir jafnan
en ómildra leið
alla forðist.
19.
Gefi Jesús þér
gott fylgdarlið
engla sinna
á öllum stundum
að þeir hefji þig
á höndum sínum
svo að fótur þinn
falli ei á stein.
20.
Gefi Jesús þér
guðhræðslu blóm
fagurt að sýna
í framför þinni:
með móður Guðs
mjúku að safna
sæði hans orða
í sjóð hjartans.
21.
Gefi Jesús þér
með gleði að fylgja
hans fagra kross-
ferli jafnan,
hafa þol og bið,
þreyja og kvaka
þar til hjálpartíð
hryggð umvendir.
22.
Sé þér Jesú nafn,
siðgóð meyja,
vígi og verja
í vanda öllum.
Brúðarkápa þín
blóm sitt hafi
í benjum herrans
og blóðinu rauða.
*-
23.
Í þann skínandi
skrúða héðan
færi sál [þína
frel]snarinn Jesús
hvort líf verður
langt eður skemmra
í ljós eilíft
og unaðar sælu.
24.
Allar fylgi þér
heillir helgar
sem að nafna þín
náði að þiggja.
Vertu sæl, Jesú
værðar skýlu
vafin og föðmuð
í vöku og blundi.
25.
Ef að angurs tíð
yfir þig fellur
eða svefnstyggðir
safna tárum,
gjöri fóstra þín,
fróm og dyggðug,
krossmark á þig
og kveði svo ljóðin.
26.
Heilsa eg þér, mey,
af hjarta góðu.
Guðfinnu einninn
ástsamlega.
Falli ljúflingslag,
lítill diktur:
séu sælar þið
í sönnum Guði.


Athugagreinar

9.8 vondu] > vöndu [?]
14.7 vittin] > vitnin.
23.3-4 útmáð í handriti.