Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Til sólarinnar* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til sólarinnar*

Fyrsta ljóðlína:Það morgnar. Sjá roðann, er færist um fjöll.
bls.bls. 10
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1902
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Það morgnar. Sjá roðann, er færist um fjöll.
Fjörgjafinn himneski kyssir þar mjöll.
Á tindunum geislarnir glóa.
Skuggarnir hverfa og hvervetna’ er bjart.
hrakið af stóli er náttmyrkrið svart
og læðist um lautir og móa.
2.
Gleðinnar móðir, þú glóbjarta sól,
er geislana sendir frá upphimins stól,
velkomin vertu oss öllum.
Þér fagna í hlíðunum stormhrakin strá,
stirðnuðu jurtirnar grundunum á
og hríslurnar hæst upp í fjöllum.
3.
Fagna þér börnin með fölnaða kinn,
er finna þau vermandi ylgeisla þinn
mjúklega minnast við vanga.
Fagna þér hrumir og fjörvana menn,
fuglarnir húsvilltu lofa þig enn,
sem úti á gaddinum ganga.
4.
Himnanna drottning, sem umfaðmar allt,
allt, sem í heimi er dapurt og kalt,
Iýs upp með ljósinu bjarta.
Syrgjendum grátperlur kysstu af kinn,
í kotbæinn fátæka Ijómaðu inn
og svalaðu sérhverju hjarta.


Athugagreinar

* Hér á Seyðisfirði sést ekki sól frá því í nóv. og þar til í febr., og er það gleðidagur, er hún sést aftur.— Höf,