Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Tíminn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíminn

Fyrsta ljóðlína:Tíminn mínar treinir ævistundir
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.69
Bragarháttur:Stuðlafall – óbreytt
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Tíminn mínar treinir ævistundir.
Líkt sem kemba er teygð við tein
treinir hann mér sérhvert mein.
2.
Skyldi hann eftir eiga að hespa, spóla
og rekja mína lífsins leið,
láta í höföld, draga í skeið?
3.
Skyldi hann eftir eiga að slýta, hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til og frá?
4.
Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?
5.
Skyldi hann eftir eiga mig að bæta?
Það get ég ekki giskað á
en gamall held ég verði þá.