Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sigurðarkviða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigurðarkviða

Fyrsta ljóðlína:Nú skal kveða háan hróður
bls.bls. 101–105
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1921
Flokkur:Gamankvæði
1.
Nú skal kveða háan hróður
helgum þegn á Ísamóður,
socialista Sigurði,
barni lífs á blíðudögum,
bækluðum af dönskum lögum,
hrínandi’ út af helvíti.
2.
Skolhærður með skens í augum,
skemmtilegur fyllidraugum,
reykjandi með rauðan staf,
féhirðir og fleira talinn,
fullur oft um táradaliinn
siglir hann með sorgartraf.
3.
Eitt sinn þessi yngismaður
úti’ í Höfn var trúlofaður
danskri frú með dökkva brá.
Töltu þau um tún og haga
í Tivoli enti þessi saga;
í rutschebanen féll hún frá.
4.
Sveif hann þá á sorgarklæði
syngjandi í drykkjuæði
Íslands til með ógnarsút, –
svaf um daga, sat um nætur
sorgbitinn við Maríu fætur;
breiddi hún yfir hann bænaklút.
5.
Feigðardraugur fornra ára
fátæklinga var að klára;
örbirgð sú var ægileg.
Fólkið svalt í sultarlónum,
sumir urðu að heimskum flónum
með hæfileika líka’ og ég.
6.
Ríkir kýldu’ í háum höllum
heljarvömb úr gylltum döllum,
siðlausir við söng og vín,
togaraskríll og tugthúskjánar,
túristar og kaupmannsbjánar,
klætt í pell og purpulín.
7.
Erlendis sat allt í molum;
enskir þrælar lifðu á kolum,
en mellurnar á sjálfum sér.
Kapitalið um kot og strendur
komið var í fárra hendur.
Lítið vildu þeir lána mér.
8.
Ólafur sat úti að skrifa –
á orgelnótum gerði lifa –
móti þessum heimska her,
en brandinn máls á Báru-fundum
bölvandi skók öllum stundum
Sigurður karl – og sómdi sér.
9.
Vörur stíga, víxlar falla,
vorið fyllir mjólkurdalla,
náttúran er söm vð sig;
stelpur lokka úti og inni,
ástin brann í sálu þinni
og skuldafúlgan fáránlig.
10.
Lánstraustið var loks á förum,
lífinu stefndi’ að dauðans vörum
eymdarvofan ægileg.
Situr hann nú sem sýslumaður
í sínu rygti gjaldkeraður,
orðinn hægfara’ eins og ég.
11.
Vörur stíga, víxlar falla,
vonir grána, stefnur lalla
í kyrrstöðunnar fúafen.
Þetta er heimsins sorgarsaga;
svona gekk það alla daga.
Stórmennskan er stundarlén.
12.
Gefi þér drottinn góða daga,
glæsilega lögmannshaga
að leika þér í til lífsins kvelds.
Stráin hækka, stormar lækka,
stefnur deyja, skuldir fækka.
Vermi þig glæður ástarelds.