Ferð frá Kaupmannahöfn árið 1781 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferð frá Kaupmannahöfn árið 1781

Fyrsta ljóðlína:Lof sé guði, eg lokið hef
bls.117
Viðm.ártal:≈ 0

1.
Lof sé guði, eg lokið hef
lotum Hafnar vista
nú við aldar numið skref
nítugasta og fyrsta.
2.
Höfn er bæði björt og dimm,
blanda gleði og stúra;
ár hef eg lifað eitt og fimm
innan þinna múra.
3.
Glaður tek eg glaumnum frá
og glysinu bæjar flúra.
Vini góða eg þar á
eftir sem að kúra.
4.
Þannig flestir seggir sjá
sól og myrkva skúra,
þar til springur þömum á
þrotin norna snúra.
5.
Vina fer eg minna á mis,
mér er burtu hasta.
Svalan flýgur septembris
sjötta og tuttugasta.