Herleiðingin í Höfn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Herleiðingin í Höfn

Fyrsta ljóðlína:Í Babýlon við Eyrarsund
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.184
Viðm.ártal:≈ 1850–1875

Skýringar

„Snúið úr versinu: „Í Babylon við vötnin ströng“ (Davíðssálm 137); það var nafnfrægt tvísöngslag á Íslandi. Vers þetta sendi Jón Thóroddsen að gamni sínu Þorsteini kaupmanni Jónssyni í Reykjavík; hann sendi aptur 50 dali.“
Í Babílon við Eyrarsund*
ævi vér dvöldum langa,
eyddist oss féð á ýmsa lund
og réð til þurrðar ganga;
loksins í húsið hjástoðar*
hengdum vér sparibrækurnar,
því oss tók sárt að svengja.
Þeir innbyggjarar í þeim stað,
sem oss höfðu svo marg-„snuðað“,
hótuðu oss að hengja.

* 1l: þ.e. Kaupmannahöfn.
* 5l: Hjástoðarhús (Assistentshus). Í því húsi gátu menn veðsett föt og aðra muni fyrir láni.