Jól | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jól

Fyrsta ljóðlína:Blíða nótt, blessaða nótt!
Höfundur:Joseph Mohr
bls.88
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Sálmar
1.
Blíða nótt, blessaða nótt!
Blunda jörð, allt er hljótt.
Fátæk móðir heilög og hrein
hljóðlát vakir, á lokkaprúðan svein
horfir í himneskri ró.
2.
Blíða nótt, blessaða nótt!
Blikar skær stjarna rótt.
Hljómar englanna hátíðarlag.
Heimur fagnaðu! Þér er í dag
frelsari fæddur á jörð.
3.
Blíða nótt, blessaða nótt!
Heilaga barn brosir rótt;
ást og mildi af ásjónu skín.
Enn er friðar að leita til þín,
Kristur, kominn í heim.