Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kveðja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kveðja

Fyrsta ljóðlína:Á sætastri blómrós er sárust þyrniflís
bls.72–73
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aabb
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Braglínurnar fram að braghvíld eru óreglulegar miðað við háttinn í kvæðinu en reglulegar eftir hana. Greiningin er grundvölluð á fjórðu vísu sem er reglulegust.
1.
Á sætastri blómrós er sárust þyrniflís
og snákurinn sér leynir í fríðleiks paradís.
Hið gullnasta ský verður skúraflóki grár,
og skemmtun vorra drauma snýst upp í vökutár.
2.
Það vissi ég áður, en nú ég fyrst það finn,
þú fríði, falski svanni, með tálarbros á kinn.
Ég kveð þig og fer með hug sem hryggðin knýr,
en hyggnari’ af skaða þótt fræðslan væri dýr.
3.
Sá himinn sem er hruninn ei byggist brátt á ný,
nú búi hvort að sínu sem ræður viljinn frí.
Þín leið er til fjöldans, en mín er fyrir mig,
við mætumst aldrei framar, því sundur liggja stig.
4.
Ég hælist ei um það, með hryggð ég finn og veit
þíns hégóma forlög í glaumsins trylltu sveit:
þitt gull verður aska, þín gæfa moldarryk,
í grát snýst þín léttúð, í slys þín eiðasvik.
5.
Ég get þig ei hatað sem áður unni’ eg mest,
en oft hef eg óskað: við hefðum aldrei sést,
ég get þig ei elskað, fyrst ást þín reyndist tál,
en ævilangt þinn skuggi mun hvíla’ á minni sál.