Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Minni Íslands | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Íslands

Fyrsta ljóðlína:Þú fagra, gamla fósturláð
bls.304
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1898

Skýringar

Á þjóðminningarhátíð Reykvíkinga 2. ágúst 1898
Þú fagra, gamla fósturláð,
vér færum þér nú kvæði,
og þér sé einlæg elska tjáð
og alls kyns lán og gæði!
Þú stendur enn og stöðugt ert
í stímabraki drauma,
þó margt á þér sé blátt og bert
og brim við harða strauma.

Hvað oft var þér ei þulið lof
um þínar ævistundir!
þó einum þætti sagt um of
og syngi lastið undir;
þeir sáu ekkert utan snjó
og ótal drauga-hræður,
en gleymdu því sem góður bjó
sá guð sem öllu ræður.

Vér unnum þér þó ei þú sért
í ánauð hverja tekin,
þó fossinn ei við bjargið bert
í búnaðinn sé rekinn;
í frelsi skal hann falla æ,
á fornar stundir minna
og syngja undir sumarblæ
um syndir barna þinna.

Hann minni okkur alltaf á
að ei vér séum hálfir,
og hvetji oss úr gljúfra gjá
að gera eitthvað sjálfir,
og líta ekki alltaf út
né altaf liggja’ á grúfu,
svo hér sé ekki heift né sút
og Hrapp’r á hverri þúfu.

Vér flýjum þig ei, fagra Iand,
þótt fátækt sért og hrakið;
þér verður búið betra stand
og betur fjörið vakið;
og þér sé einlæg elska tjáð
og alls kyns lán og gæði,
þú fagra, gamla fósturláð,
sem færð nú þetta kvæði.