* Rímur af Partalopa og Marmoríu – Fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Partalopa og Marmoríu 1

* Rímur af Partalopa og Marmoríu – Fyrsta ríma

RÍMUR AF PARTALOPA OG MARMORÍU
Fyrsta ljóðlína:Kristinn giftur keisari,
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1851
Flokkur:Rímur
1.
Kristinn giftur keisari,
kappi, trúr í geði,
mildur, ríkur, menntauðgi,
Miklagarði réði.
2.
Sínum vinum var indæll,
vitringanna jafni,
í orrustum sigursæll,
Sergíus að nafni.
3.
Hans drottningar heiti ei skráð
hefir sagan nýja,
þeirra dóttir þýð með dáð
þó hét Marmoría.
4.
Hyggin létti harmagrein
hugar merkum leiði.
Gullnum ungdómseplum skein,
eins og sól í heiði.
5.
Hún nam trúa á helgan Guð,
hafði á dyggðum gætur.
Engann vildi ófögnuð
auka svannin mætur.
6.
Iðnin fylgdi handa hent,
hrunda blómi var ’ún,
líka stjörnu lærði mennt,
langt af öðrum bar hún.
7.
Hafði bæði hug og þrek,
hefja lista framan,
líka fræðin fornu lék,
fínt er svoddan gaman.
8.
Þegar níu vetra var,
vefjan frænings slóða,*
helið sára hjartað skar
hennar föðurs góða.
9.
Hörmuðu lýðir látinn gram,
lands í borgarsölum.
Höldum þeim í huga kvam
að hætta sorgartölum.
10.
Eftir siðum æðstu lands,
ýtar gjörðu muna,
upp á Freyju Fullubands,*
færðu kórónuna.
11.
Áður nema vísa vog,
varla fór að sníkjum.
Réði tveimur yfir og
átján konga ríkjum.
12.
Náði svo til Saxelfar,
svanna stjórn með blóma.
Hennar ríki ráðherrar,
réðu vel til sóma.
13.
Þeir að sönnum þjóðrómi
þau ummæli skipta;
mettaðir af manndómi,
meykong vildu gifta.
14.
Meyjan hafði heitið því
hrings að eiga tæri,*
lista hæstann heimi í
hvaða stand sem bæri.
15.
Sat í ríki sínu þar
sólin fræningsleira.*
Liðu tímar til þess bar
tíðindanna fleira.
16.
Þangað rólar Fjalarsfar,
frá því bókin skýrði.
Hlöðver ríkur hilmir* var
hauðri Frakka stýrði.
17.
Átti gagns og gróða von
Gefnar tára dropa.
Niflung* átti nýtann son
nefndan Partalopa.
18.
Þegar átján vetra var
vísis arfinn mætur,
hvergi fannst er hauðrið bar
honum jafn ágætur.
19.
Víða kunnur, vitur, snar,
vafinn dygðum snjöllum,
fríður, sterkur, burtstöng bar
brögnum fremur öllum.
20.
Um geðsdali óhrjóngur
yndisblómann vefur.
Marmoría meykóngur
marga þanka hefur.
21.
Litast um með lærdómi
liljan Fáfnis teiga*,
hvar að finna halinn sé
hún sem vildi eiga.
22.
Konstra* neytti kraftanna
kormtin lagar óna.
Ræð ég ilja raftanna
reimað hafi skóna.
23.
Hauðrið fríða hvergi tróð,
hafði loft að storðum,
þangað leið sem Lopi stóð
lofðungs* fyrir borðum.
24.
Haddinn gula höfði á
hafði kinna rjóður,
ennið fagurt, augun blá,
ærið viðmóts góður.
25.
Hörundsbjartur, handasmár,
hrings ei njótur leiður,
lenda þrekinn, lipur, frár,
líka herðabreiður.
26.
Var samþykkur engri eymd,
eigi velktur nauðum.
Hans var skikkja úr silki, seymd
sjávar eldi* rauðum.
27.
Enginn maður augum með
eg[?] gulls náði líta.
Hún fékk alla seggi séð,
sæmd og virðing nýta.
28.
Þegar arfa þengils* sá
Þjassa prýddan rógi*,
henni geðs í bóli brá,
burða sýndist nógi.
29.
Mælti fyrir munni sér:
Mér líst dável á hann,
þetta greindi grunur mér,
gott var að ég sá ’ann.
30.
Því af fara þjóðsögur
þar er enginn slíkur,
Vildi ég eiga vísis bur*
væri hann nógu ríkur.
31.
Mínu standi hnignar hér
heim um mála þingin,
ef til kongdóms yfir mér
eg tek fátæklinginn.
32.
Þó ég syni öðlings að
ásta glæði hita,
minna ríkja þegnar það
þurfa ei neitt að vita.
33.
Minni treysti mennt og seim*,
má ég þetta vinna.
Síðan reisti hún til heim
híbýlanna sinna.
34.
Fjarðar ljóma fold óhraust,
féll í þungann svíma.
Fuglinn Óma fast um braust
fljóðs á þessum tíma.
35.
Enginn vissi ristils* ráð.
Ræddi hún við lýði:
„Alkunnugt er yðar náð,
aldur minn og prýði.
36.
Staðfest hef ég þanka þann,
þels í hörðu klifi,
aldrei skal ég eiga mann,
ár þó hundrað lifi.
37.
Leitað hef ég lá og jörð,
lands um þorp og höllu,
en hvergi fundið hringa Njörð
hæfann mér í öllu.
38.
Mennt og prýði mín er virt,
makt og herradæmi.“
Játtu lýðir, létu kyrt,
líkur því samkvæmi.
39.
Aftur greinir um Hlöðver,
yndis hreinkti [?] týrinn*,
fór á skóg að skemmta sér,
að skjóta fugl og dýrin.
40.
Partalopi líka reið,
lagsmenn hafði marga,
hraustur, fimur, hvergi beið,
hryggð úr brjósti farga.
41.
Áfram ríður eins og ljón
uppi dýrin mæðir,
hann þá hvarf frá seggja sjón
svoldar* [?] fyrir hæðir.
42.
Elti gölt er einan sá,
atti tveimur hundum.
Silfurreim um búkinn brá,
burtsstöng spennti mundum.
43.
Hafði spora hestinn á,
hart um veginn breiða,
hélt að mundi þá og þá
þennan göltinn veiða.
44.
Allan daginn út svo gekk
eins og trylltur væri,
hann þó sigrað hvergi fékk,
hvarf þá dýr úr færi.
45.
Uppi stendur einmana
eftir langan tíma,
horfði á klár og hundana,
happþrotinn í svíma.
46.
Móður stundi, mælti þá,
meðum* kröftum linum:
„Þvílík undur, eg er frá
öllum flæmdur vinum.
47.
Eins á stræti óglaður
er og [?] nauðum saddur,
hverju sætir? Hvað veldur?
Hvar er ég nú staddur?
48.
Undir kveður auðna tóm
yndis téða skaðann,
seima viða* blíðast blóm
burtu réðist þaðann.“
49.
Lopi ríður langa tíð,
landið hyggur prófa,
jórinn níðist, sá um síð
sandi fyllir hófa.
50.
Kominn var á klettasnös,
kólga fyrir dansar.
Rakkar báðir blésu nös,
beisladýrið* stansar.
51.
Buðlungsson af baki sté
bráðla og settist niður,
lagði höndum [?] hann á kné,
harma þuldi kviður.
– – –
52.
Spunnið nóg í einu er
óðs af grönnum þræði.
Litlu börnin líka mér
leyfa stundar næði.
53.
Dofnar hugur, skálaskúr,
skiljist - varabrestur.
Sofnar dugur, álum úr
Austra mar* er sestur.





Athugagreinar

8.2 fræningur: ormur; frænings slóðir: gull; vefja frænings slóða: kona.
10.3 Fulla: gyðja; Fulluband: gullband, gull; Freyja Fullubands: kona.
14.2 tærir hrings: örlátur maður, maður.
15.2 frænings leir: gull; sólin frænings leira: kona.
16.3 hilmir: konungur.
17.3 niflungur: konungur, þjóðhöfðingi.
21.2 Fáfnis teigar: gull; liljan Fáfnis teiga: kona.
22.1 konstur: list (einkum yfirnáttúruleg), töfrar.
23.4 lofðungur: konungur.
26.4 eldur sjávar: gull.
28.1 þengill: konungur; arfi þengils: sonur konungs.
28.2 Þjassi: jötunsheiti; rógur Þjassa: (líklega) gull, sbr munntal jötna.
30.3 vísir: (konungsheiti; vísis bur: konungssonur.
33.1 seimur: auðæfi.
34.1 fjarðar ljómi: gull; fjarðar ljóma fold: kona.
35.1 ristill: kona.
39.2 týr: maður.
46.2 meðum] > meður.
48.3 viður seima: mannkenning.
50.4 beisladýr: hestur.
51.1 buðlungur: konungur.
53.4 mar] > már [?]