Leiðindi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Leiðindi

Fyrsta ljóðlína:Ætti ég þann / sem augum vinar
bls.15
Bragarháttur:Ljóðaháttur
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1848
1.
Ætti ég þann
sem augum vinar
á mig ljúfum liti,
skyldi ég glaður
gleði taka,
en herða mig upp í hörmum.
2.
Ætti ég þann
sem aldrei liti
af mér vinaraugum,
ei mundi ég kvíða
þótt á gæfi
í ólguhafi ama.
3.
Af því mig vantar
augu vinar
ljúf sem á mig líta,
ýmsa hefi ég
augum farið
og fundið – eða þá ekki?