Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Jón ÞorleifssonFyrsta ljóðlína:Sat ég á sæströnd / sorgum hnípinn
Heimild:Norðanfari. bls.2. árgangur 1863, bls. 62.
Viðm.ártal:≈ 1850–1875
Tímasetning:1863
Flokkur:Eftirmæli
Skýringar
Jón, sonur Helgu, fæddist 13. nóvember 1832. Hann drukknaði 29. mars 1862, en þá var hann háseti á skipi í eigu Ásgeirs Einarssonar, alþingismanns á Þingeyrum. (Pjetur Guðmundsson. III, bls. 155). Erfiljóð Helgu, móður hans, birtist í Norðanfara 1. júlí 1863.
1. Sat ég á sæströndsorgum hnípinn hræddist öskur frá hafróti kalda, þrumdi loft af þjósti vinda gnudduðu náhljóð gneggin foldar.
2. Hjartkæri mögurhugumstóri, stjórnari bestur á stelki báru, sá ég þig reifðan ránar faðmi, voði talinn við þér blasti.
3. Hátt gein holskeflaof höfði þínu, nöldruðu kátar nornir skapa, á líf þitt stríddu stórbokkar þessir, alvalds ráðstöfun ögraði þeim.
4. Barðist mér hjartaí brjósti þröngu, heltar bana hneig þig flatan; sárt þín ég sakna, sakna þín allir þeir sem að þekktu þig eins og varst.
5. Hríslaði geislumúr hafi dauða, birti fyrir augum baldri þorna. Andi þinn svam til sælli heima, fögur var höfn á friðar landi.
6. Hvarf þá ótti,hryggð og mæða þér breiddi mót faðminn fylkir dýrðar, leystum frá synd og svaðilförum leiddi hann þig í ljóssins höllu.
7. Nýjan skrúðaskenkt þér hefur litaðan rauðu lambsins blóði; yndi, hnoss, æra eru þér valin, laun fyrir dyggðir og dáðir allar.
8. Græt ég þig Jón,en Guði séu þakkir þú lifir heill í lífsins sölum um eilífð prísar aldanna föður; vertu sæll og við munum finnast.[2] |