Til kunningja míns H.J. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til kunningja míns H.J.

Fyrsta ljóðlína:Fylgjan mín þó fari inn
bls.47
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:25. des. 1852
Á afmælisdag
1.
Fylgjan mín þó fari inn,
fáir þurfa að hræðast,
hún hirðir bara sopann sinn
og síðan burt mun læðast;
rétt eg kem og fer, en finn
fögnuð andans glæðast
við að fyrrum, vinur minn,
þú varst í dag að fæðast.
2.
Ávallt fæðist muni minn
með þér fyrir jólin;
fann eg það í fyrsta sinn,
og finn það enn þá hjólin
tímans skoppa út og inn
og yndis hverfur sólin:
að hugur jafnan þá vill þinn
þægust veita skjólin.
3.
Full í hendi skálin skín
skylt er, þó nú fengi
rám að kúgast röddin mín
og reyna á barkastrengi:
ég bið að gæfan gæti þín,
hún gjöri það vel og lengi —
mæðu snúist vötn í vín,
þér veitist heill og gengi.