Af jólaketti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Af jólaketti

Fyrsta ljóðlína:Hann svartur er með ansi beittar klær
bls.14. árg. 2016, bls. 180
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aaaa
Viðm.ártal:≈ 2000–2025
Tímasetning:2016
Flokkur:Jólaljóð
1.
Hann svartur er með ansi beittar klær
og angrar barn sem rýrar gjafir fær,
segja þeir sem selja vörur þær
sem sífellt kosta meira en í gær.
2.
Í búðum öllum bent er þetta á:
Ef börnin ekki dýrar gjafir fá
þá muni að þeim læðast loppa grá
og litlu börnin éta alveg hrá.
3.
Ég enga von við yndis gjafir bind.
Ég ætla að flýja jólin líkt og hind.
Ég held að vart sé hörmulegri synd
en hanga niðrí Kringlu og Smáralind.
4.
Því hef ég sett mér göfugt mark og mið
í málefni sem ekki þolir bið:
Um jólin ætla ég að styðja við
Jólakattavinafélagið.