Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Útboð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Útboð

Fyrsta ljóðlína:Ef að þú ert, Íslendingur
bls.263
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1920

Skýringar

Undir titli stendur: „Til síra Rögnv. Péturssonar.“
Ef að þú ert, Íslendingur,
utan heimalands,
þar sem vofir aðkrepp ánauð
yfir höfði manns,
sú, sem sníður almenn efni
öll til klafa og bands,
og svo fer, þér ævin leiðist
ellilyga-grá:
þorðu í flokkinn fáliðanna
frjálsu, – ef veist um þrjá!

Lát ei hollvild hug þinn deigja:
hættan sé svo bráð!
Ofhræðslunnar vara-vinsemd
verður Lokaráð.
Svara henni og sanna, að það
sé ei geip né háð:
„Þigg ei ráð þitt, vinur! Vit, að
veika trúin mín
svo er rík, hún treystist til að
tapa meiru en þín.“