Ský | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ský

Fyrsta ljóðlína:Skýjafleyin fara hratt
bls.42
Viðm.ártal:≈ 1925–1930
1.
Skýjafleyin fara hratt
fyrir gluggann minn.
Þau hika ei, en bruna beint
um bláan himininn.
2.
Himinninn er hafið
svo hreint og vítt og blátt.
Þau stýra undan straumi
og stefna í sömu átt.
3.
Þau eru öll að halda
í óminnisins lönd
og sigla glæst með sigurtign
að sjónar ystu rönd.
4.
Þau hverfa eitt af öðru
en önnur koma ný.
Þau eiga engar rætur
– þau eru bara ský.