Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Hugarraun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hugarraun

Fyrsta ljóðlína:Það er upphaf dygða
bls.170
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcOc
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcoc
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Sjötta lína er stundum óstýfð.
Kvæðið byggir á helgisögu sem lesa má í Máríu sögu, bls. 421–438.
1.
Það er upphaf dyggða
að elska Jesúm Christ.
Höldar heimsins byggða
heiðri þig með lyst,
himnakónginn, hjálparvon,
af öllu trausti eg vil dýrka,
Jesúm Máríuson.
2.
Guð, sem er göfugur víða,
gefi mér tungusnilld,
so orðin mætti eg smíða
eftir þinni vild,
efli með mér óðar lag,
byggi guð í brjósti mér
bæði nótt sem dag.
3.
Fyrir sárlegan synda ótta,
so er eg mjög hræddr,
eg veit ei fyrir vísan þótta
hvort verða mun eg græddr,
illskufullur en ekki dæll,
lof hrærandi lít eg á þig,
lægstur. Jesús sæll!
*4.
Skýra skyldu mína,
skrifa eitt ævintýr,
Máría, móðurin fína,
mektarbrúðurin dýr,
verður aukið vísnasmíð.
Bittu fyrir oss blómin, meyja,
bæði árla og síð.
5.
Af kristnum kóngi einum
kann og vil eg tjá,
mætur í mörgum greinum
og meistaralegur var sá.
Enginn fannst þar innan lands,
að líkamans dyggðum list ber sá,
líki þessa manns.
6.
Bjarta brúði eina
burgeis hafði fest,
þau héldu trú so hreina
og heiðruðu Jesúm Christ,
Máríu dýrkar menja lín;
lýkur hún seinna laun fyrir það,
les so tungan mín.
7.
Burgeis átti sér bróður,
bókin segir það hér,
elskar hann örva rjóður
ef það hamingjan lér.
Kappinn hafði kóngsins ráð,
sjálfur herrann sigldi á burt,
en setti hann yfir láð.
8.
Drottning þessi en dýra,
dygg og trú í lund,
ríkinu réðu að stýra
rekkur og silkihrund.
Púkinn bjó um með prettum sín,
so vildi hann blekkja brúði kóngs,
bjarta silkilín.
9.
Festir hann fast í brjósti
að falsa sprundið ríkt
með öfund og illum þjósti,
öngvum hæfir slíkt;
gjörist þar helst af glæpur stór,
hann stríðir á móti stilli þeim
sem stýrir englakór.
10.
Vaski riddarinn vildi
af vondri sinni lund
bjarta bauga Hildi
blekkja hvörja stund:
„Gjöri eg það ekki glæpatál
að fleygja mér í faðminn þinn
og flekka svo mína sál.“
11.
Sætan svinn við mengi
svarar byrst og reið,
talar við trausta drengi:
„Taki þér vopna meið,
strengið hann upp á stærsta turn,
þá herrann kemur heim í land
hann hefur af fanga spurn.“
12.
„Lofa mér listar kvinna,“
lymskuriddarinn kvað,
„frændur mínar að finna
og frétta mörgu að,
prísa ég þína prýði og makt,
enginn fær í einni vísu
ævintýrið sagt.“
13.
Lét þá lindin spanga
lausan illskumann.
Hann réð hart að ganga,
herra kónginn fann,
rægði hann þanninn refla brú,
hann sagði að gullskorð hefði viljað
gefa sér sína trú.
14.
Kyrtla lindin kléna
kónginum fór á mót,
þá nam ræktin réna,
reynast öfundarhót,
heilsar hún upp á herra sinn,
hrekur hann frá sér heiðursvífið
og höggið slær á kinn.
15.
„Frægur fleygir stétta,
fyrir hvað slær þú mig?
Seinna sannast þetta,
saklaus er eg við þig.“
Buðlung ansar byrstur í lund:
„Brúðurin, hefur þú bróður minn villt
og boðist á elskufund.“
16.
Hann vill ekki heyra
hennar forsvar neitt,
kvendið skipar að keyra
í kynstrabálið heitt.
Þrælum fékk hann þorna brú;
menþöll er í meinum stödd
nema Máría bjargi nú.
17.
Til skógar skatnar renna
með skíð og heitan eld,
hún réð harm að kenna,
hörðum treganum seld.
Þrælar töluðu so með sér:
„Vær skulum drýgja vora lyst
áður vífið í eldinn fer.“
18.
Hún réð huganum venda
og himnakónginn bað
sér nú hjálp að senda
hratt í þennan stað.
Brunar þar fram einn burgeis ríkr,
þrælaflokk, að þegninn sér,
og þangað skjótlega víkr.
19.
Allt af atburð slíkum
afreksmaðurinn spyr,
hvörgi af herra ríkum
hafið þér sagnir fyrr,
að breytti so við brúði sín,
af lygunum legði hann á hana
ljóta heljarpín.
20.
Þessi þegninn ríki
þorngrund tekur að sér,
hoskra herra líki,
heim í kastalann fer;
sagði hann allt frá sinni kvon:
„Hún skal gjöra þér gagn og mér
og geyma okkarn son.“
21.
Fegurð af flestum kvinnum
falda skorðin ber,
rauðar rósir í kinnum,
rík og kurteis er.
Burgeis á sér bróður einn,
falar hann jafnan fljóðið rjóða,
frækinn er þessi sveinn.
22.
Settur var svanninn kyrri,
svar gaf aftur á mót,
eins sem áður fyrri,
ekki fékk hann snót.
Hyggur hann vífinu harkalaun
að gjöra það eitthvört glettupar,
so gullsskorð verði að raun.
23.
Dýr í *dormings húsi,
drottning sefur þar ein,
svanninn sæmdarfúsi
er settur með hryggðar grein.
Barnið svaf hjá bauga Ná,
öllum prettum illsku mannsins
enginn má við sjá.
24.
Reikar leynt af ranni
rekkurinn illskufús,
arkar öfundar granni
inn í þetta hús.
Tekur hann frúinnar tigilkníf
og bregður honum á bjartan háls
so barnið missti líf.
25.
Blóðuga járnið bitra
býr hann í frúinnar hönd,
sefur þá vífið vitra,
hún varpar frá sér önd.
Vaknar hún þá með vein og móð,
sér hún barnið er sært til dauðs
en sængin full með blóð.
26.
Bjartrar brúðar vitjar
bauga lundur fyrst;
eigi munu allir sitja
þá efnið þetta spyrst;
heldur hún þá heitið stælt,
í tárum flóði tvinna skorð
en tungan gat ei mælt.
27.
Heiðurshjónin bæði
harma sveinsins deyð
með sárri sút og mæði
er segir í þeirra neyð,
barnið lá dautt hjá baugarist
sem dárinn hafði drepið og myrt,
hann dylur þess ekki Christ.
28.
Árnar illskuglanni
að auðþöll væri brennd.
Af hvörjum heimamanni
hún var allvel kennd.
Talaði herrans tungan merk:
„grunlaus er mér gullas grund
þótt gjörst hafi þvílíkt verk.“
29.
Fyrðar áttu frúna
flytja af landi burt,
bát þeir láta bruna
af brögnum hef ég það spurt;
setja þeir víf í sveltisker.
Hugsar hún þá til himnakóngsins
hvar hjálpin nógleg er.
30.
Þar var línþöll lengi
í lífsháskanum stödd;
missti hún góss og gengi
af gildum harmi södd.
Sorgfull kvinnan sofnar nú;
kom til hennar ein kurteis mey,
sem kallaðist Máría frú.
31.
Svanninn sæmdarfulli,
so er hún björt að sjá
sem rós af rauðagulli
rennur drift í snjá.
Höldum gefur sú hjálp og tryggð;
sú var prýdd með sæmd og list
og sjöfalds anda dyggð.
32.
Sofandi kvinnunni sýndist
Sancta Máría fríð.
Trega hún öllum týndi,
talaði jómfrúin blíð:
„Nú er eg komin að hjálpa þér.
Verður sá enginn volaður mann
sem væntir góðs af mér.“
33.
„Grös skulu gróa og spretta,
góð í kringum þig,
efaðu aldri þetta,
elskaðu guð og mig;
saman taktu þau silkirein,
til líknar skulu þér leggjast þá
að lækna gjörvöll mein.“
34.
Rétta refsing fengu
riddarar þessir tveir,
sem meinlega móti gengu
mætri gullas Eir.
„Græðtu ekki garpa þá
nema syndir sínar segi þeir upp
so að seggir hlýði á.
35.
Eg skal fá til færu
að flytja þig á land,
offra þú þinni æru
út í mína hand.
Sálu þinni skal sælan vís,
legðu af alla líkams grein
og lifðu með æru og prís.“
36.
Henni hvarf að sinni
himnaríkis frú;
menþöll lagði í minni
meyjar orðin nú.
Grösin spruttu geysi ótt,
hún nam fylla upp handskjól sín
og hvörs manns græða sótt.
37.
Fengið fögnuð þennan,
fljóðið horfir á
Ránar hjörtinn renna
réttar leiðir sá,
skipið fram með skerinu flaut.
Himna brúðurin hefur það sent
að hjálpa vífi úr þraut.
38.
Kvendið réð að kalla,
kvæðasmiðurinn tér,
biður hún bragna snjalla
í burt að hjálpa sér.
Fyrðar gáfu frúnni ans;
hún fór so út á flæðar dýr,
þeir fluttu hana til lands.
39.
Hvörja sára eður sjúka,
er silkilindin finnr,
gefur hún græðing mjúka,
guðleg trúa vinnr.
Fréttist það um borg og bý
að línþöll er komin á landið upp
með læknisgrösin ný.
*40.
Riddarinn sá sem rægði
ríkja bauga Vör,
lausnarinn á hann lagði,
og læsti þungri kör.
Vanheill varð sá vesæll mann;
burgeis talar um bróður sinn
og biður að lækna hann.
41.
„Vilji hann það vinna,
víst sem eg legg uppá
lysting lyfja minna,
lækning skal hann fá.
Opinberi hann alla synd,
segi hann upp með sannri grein,
sem sér í hvörri mynd.“
42.
Kurteis kvinnan setta
að kerhúsinu gengr,
vill hún vondum létta,
*vísirs smyrsl hún fengr.
Burgeis og hans brúðurin merk
fóru þar inn í fagran sal
og fengu með sér klerk.
43.
Lét hann upp öll af létta
líkamans brotin stór
en hyggst að hylja þetta
hvörninn barnið fór.
Sæmdarvífið svaraði ljóst:
„Leyndu ekki löstunum þeim
sem liggur fyrir þitt brjóst.“
44.
Sagði hann allt hið sanna
sinni illsku í frá.
Kurteis hjónin kanna
kranka sút og þrá;
halurinn fékk þá heilsu brátt.
Ljúfa kvinnan leiðarstjörnu
lofaði dag sem nátt.
45.
Fer sem fugl með vindum
fregn af þessu fljót,
sérlega sjúkum og blindum
sætan vinnur bót.
Kemur hún heim á kóngsins garð
sem menja grund á margan hátt
mest fyrir rógi varð.
*46.
Þóttust varla þekkja
þessa frú né séð;
hann er ei hægt að blekkja
sem heilagur andi er með;
brúðarævi brátt er skýrð,
Máría veitti menja lind
mikla náð og dýrð.
47.
Hinn kaski kóngsins bróðir,
sem kvendið hafði rægt,
var dreginn á dauðans slóðir,
dreng var hvörgi hægt;
biður hann vífið að bjarga sér.
„Skynsamlega skaltu áðr
skriftast,“ kvað hún, „fyrir mér.“
48.
Hið sanna allt hann sagði
sinni illsku í frá.
Kurteis kvinnan þagði
en kóngurinn hlýddi á.
„Sárleg eru mín svik við þig,
laug eg það upp á listar víf
sem lysti sjálfan mig.“
49.
Sikling sættast vildi
sína brúði við.
Geira njóturinn gildi
gjörði leikara sið.
Sætan ansar svinn í lund:
„Þú fær það ekki fang á mér,
eg festi elsku grund.“
50.
Kurteis kóngurinn frægi
köppum ríkið bauð,
hann fann eð fegursta lægið,
fyrirlét góss og auð,
fór á skóg og faldi sig.
Hjá Christi munu þau kærleikshjón
nú komin í efsta stig.
*51.
Hér skal hróður falla,
heyrðu mig blessuð mær,
*eg vil á Jesúm kalla
jafnan að sé mér nær.
Heitir kvæðið Hugarraun,
hjá einvaldskónginum æ[ð]stum vér
eigum að vænta oss laun.
*52.
Hvör sem vísum hlýðir
hölda bið eg þess,
syngi seggir blíðir
sanctæ Máríæ vess,
biðji fyrir þeim sem brag hafa ort,
lifandi Jesús leið oss inn
í ljósa engla port.


Athugagreinar

Handrit:
A: A1: AM 148 8vo, bl. 215v–219v. (Skrifað 1677. Fyrirsögn: Eitt gamalt kvæde vm kong eirn christinn og hanz drotningu).
A2: Ny kgl. sml. 1141 fol, s. 564–577;
A3: JS 405 4to.
Bæði þessi handrit: A2 og A3 eru afskriftir af glötuðu handriti sem hefur verið skrifað fyrir sama mann og A1.
B: JS 610 4to, bls. 67–76. (Jón Helgason telur handritið skrifað nokkru fyrir 1700. Yfirskrift kvæðisins þar er „Hugraun“ en 51.5 stendur „Hugarraun“).
Kunnar eru fjórar afskriftir þessa handrits:
JS 399 4to (virðist skrifað af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík).
JS 515 8vo, 135–148 (skrifað af Jóni Árnasyni).
Lbs 201 8vo, s. 316–324 (skrifað af Páli Pálssyni)
Lbs 2166 4to (skrifað af Jóni Þorkelssyni um 1920).
Athugasemdir:
4.
erindi er aðeins í B.
23.1 dormings] drauma B.
40.
erindi er aðeins í B.
42.4 vísirs smyrsl hún fengr] vís er smyrsla fengr A2–A3.
46.
erindi er aðeins í B.
51.
erindi er aðeins í B.
51.3 eg] < jeg [svo í handriti, líklega breyting skrifara til að stuðla á móti j en stuðlun sérhljóðs við j hefur verið eðlileg á dögum höfundar og breytingin því óþörf].
52.
erindi er aðeins í B.
(Íslenzk miðaldakvæði II, bls. 168–179)